Færsluflokkur: Bloggar
7.3.2009 | 18:28
Ekkert óvænt...
Það er svo sem fátt óvænt við þessi úrslit. Kristján Möller heldur toppsætinu, en fær þó innan við helming atkvæða. Síðast fékk hann yfir 70% atkvæða í fyrsta sætið, ef ég man rétt. Það eru vissulega skilaboð, en eru þau nógu skýr?
Sigmundur Ernir fylgir á hæla Kristjáns, en Einar Már Sigurðarson, sem var í öðru sætinu í tvennum síðustu kosningum, er ekki á meðal átta efstu sem hlýtur að teljast mikill skellur fyrir sitjandi þingmann. Bendir það til þess að allt sem sagt var í fjölmiðlum um kosningabandalag Kristjáns og Sigmundar í aðdraganda kosninganna sé satt? Það verður hver að dæma fyrir sig.
Hlutur kvenna á listanum er öllu rýrari en síðast, en þá voru konur í 3. og 4. sæti, sem hafa hingað til verið varaþingmannssæti. Nú er kona í þriðja sæti vegna kynjakvóta, en karl í fjórða sæti. Ég hefði viljað sjá önnur úrslit, en svona er þetta. Þá er bara að sjá hvort að þessi listi dugir til þess að ná þriðja þingmanninum inn í kjördæminu.
Kristján Möller efstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.3.2009 | 17:11
Spennandi
Góð kjörsókn í prófkjörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2009 | 15:02
Tími til að breyta?
Nú standa yfir opin netprófkjör hjá Samfylkingunni á Suðurlandi og í Norðausturkjördæmi. Prófkjörinu hér í norðaustrinu lýkur kl. 17 og um hálftíma seinna verða úrslitin birt. Stærsta spurningin er hvort að það verður einhver endurnýjun í efstu sætum listans, eða hvort að það verða sömu mennirnir enn og aftur sem leiða lista flokksins í alþingiskosningum.
Í Suðurkjördæmi er tryggt að einhver endurnýjun verður, bæði vegna þess að sá sem var í 2. sætinu síðast gaf ekki kost á sér, og vegna þess að samþykktar voru prófkjörsreglur sem tryggja að kona og karl verði í tveimur efstu sætunum. Í Norðausturkjördæmi er ekki slíkum reglum til að dreifa og báðir sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar í kjördæminu gefa áfram kost á sér.
Engin endurnýjun varð í efstu sætum VG í Norðausturkjördæmi í lokuðu flokksvali. Lítil spenna virðist vera í kringum prófkjör Sjálfstæðismanna í kjördæminu og tveir sitjandi þingmenn bítast um fyrsta sætið hjá Framsókn. Samfylkingin á kost á því að endurnýja forystuna í kjördæminu og kjósa hæfa konu á þing, sem ekki hefur setið þar áður. Ég vona að að við berum gæfu til þess að kjósa Jónínu Rós í öruggt sæti.
Um 1.100 hafa kosið í Norðausturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 13:10
Aðildarviðræður eiga að vera kosningamál
Ýmsir stjórnmálamenn og álitsgjafar hérlendis hafa talað fram og til baka um mögulega niðurstöðu úr aðildarviðræðum við ESB. Sitt sýnist hverjum, en eina leiðin til þess að fá úr þessu skorið er hreinlega að fara í aðildarviðfræður við Evrópusambandið. Allt annað en niðurstaða úr raunverulegum viðræðum er á endanum ágiskun þess sem talar hverju sinni.
Það er ljóst að fórnarkostnaður okkar af sjálfstæðri mynt er óstöðugleiki, verðbólga og háir vextir. Um þetta eru allir helstu hagfræðingar og sérfræðingar á sviði peningamála sammála, þar á meðal fyrrum aðalhagfræðingur Seðlabankans sem nú er aðstoðarbankastjóri. Þetta er ekki pólitískur áróður, heldur staðreynd.
Einhliða upptaka annarrar myntar er vandkvæðum háð. Það er á engan hátt sambærilegt við það að taka þátt í myntsamstarfi. Við einhliða upptöku hefðu íslenskir bankar í raun engan lánveitanda til þrautavara. Eitt af hlutverkum Seðlabanka er að tryggja bönkum aðgang að lausafé í lausafjárkreppum, með því að lána þeim þegar enginn annar vill gera það. Þessu hlutverki er erfitt að sinna ef mynt er tekin einhliða upp, nema með verulegum erlendum lántökum ríkisins með tilheyrandi kostnaði.
Íslenskur almenningur á rétt á því að fá að vita hvaða valkostir standa okkur raunverulega til boða í núverandi ástandi. Eitt af því sem kemur sterklega til greina er að Ísland gangi í Evrópusambandið og stefni að því að taka upp evru. Rétta leiðin til þess að taka upplýsta afstöðu til aðildar er að fara í aðildarviðræður og leyfa almenningi síðan að kjósa um niðurstöðuna. Það er eini lýðræðislegi valkosturinn. Við þurfum að vita afstöðu flokkanna til aðildarviðræðna fyrir kosningar.
ASÍ: Ný ríkisstjórn fái umboð til ESB viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.3.2009 | 17:43
Tveir kostir
Í mínum huga eru aðeins tveir kostir í stöðunni. Annars vegar núverandi stjórn áfram, og hins vegar framhald á mistökum og óstjórn síðustu 18 ára, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna tel ég að Samfylkingin og Vinstri hreyfingin - grænt framboð eigi að gefa það út fyrir kosningar að þessir flokkar ætli að starfa áfram saman eftir kosningar, fái þeir til þess nægilegt fylgi.
Ég hef meiri efasemdir um Framsókn og þá ekki síst nýja formanninn, sem stundar það að senda stjórnarflokkunum tóninn í fjölmiðlum. Mér finnst hann ekki alltaf vera sannfærandi fulltrúi þess nýja Íslands, sem við viljum flest sjá. Svo sannarlega er til gott fólk til innan Framsóknarflokksins og mörgu af því fólki myndi ég treysta til samstarfs, en þar eru líka innanborðs aðilar sem tóku fullan þátt í hrunadansinum sem var í senn undanfari og orsök bankahrunsins.
Frjálslyndi flokkurinn er við það að þurrkast út og ég hef nákvæmlega enga trú á L-listanum. Borgarahreyfingin er óskrifað blað og ég býst ekki við að hún fái mikið fylgi. Hvernig sem kosningarnar fara, þá held ég að það sé beinlínis lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að fá vinstri stjórn. Það síðasta sem við þurfum er áframhaldandi frjálshyggja eða stjórn sem afneitar lexíum síðustu ára. Við þurfum nýtt upphaf, ekki gamlar lausnir.
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2009 | 17:01
Jónína Rós er góður kostur
Án þess að ég vilji kasta rýrð á sitjandi þingmenn, þá tel ég Jónínu Rós vera mjög góðan kost í 1. eða 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Ekki bara fyrir Austfirðinga, heldur ekki síður fyrir kjördæmið allt og í raun alla landsmenn.
Við þurfum röggsamt og vinnusamt hugsjónafólk á þing. Við þurfum fólk sem er réttsýnt og heiðarlegt, fremur en kjördæmapotara eða lýðskrumara. Við þurfum einstaklinga sem vilja starfa fyrir fólkið í landinu, en ekki einhverja sem vantar þægilega innivinnu eða hugsa fyrst og fremst um eigin hag.
Ég þekkti ekki mikið til Jónínu fyrir þetta prófkjör, en allir sem ég hef talað við og þekkja hana, bera henni vel söguna. Dugleg, heiðarleg, vinnusöm og réttsýn, fylgjandi jafnrétti og jafnræði - allt eru þetta orð sem ég hef heyrt notuð um Jónínu, hvort sem um er að ræða gamla nemendur, samherja úr bæjarpóltíkinni á Egilsstöðum, konur í kvennahreyfingu Samfylkingarinnar eða aðra sem til hennar þekkja.
Ekki veit ég hvort að Kristján Möller er jafn fastur í sessi og fram kemur í þessari fréttaskýringu, en hitt er víst að kjósendur í Norðausturkjördæmi hafa nokkra sterka valkosti í efstu sætin. Það eru líka öflugir frambjóðendur hér á Akureyri sem eru að sækjast eftir efstu sætum. Ef kjósendur vilja skipta um forystu, er gott fólk í boði. Þeirra er valið.
Prófkjörshræringar í Norðausturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2009 | 13:12
Athyglisverð hugmynd Jóhönnu
Á venjulegu kosningaári er þingi frestað um miðjan mars og kosningar haldnar um miðjan maí. En nú er ekkert venjulegt kosningaár. Við erum að berjast hér upp á líf eða dauða íslensku þjóðarinnar, eins og forystumenn stjórnarflokkanna hafa réttilega bent á.
Við svona kringumstæður skiptir hefðin minna máli en hagsmunir þjóðarinnar. Það er svo sannarlega ekki vanþörf á því að þingið starfi eins lengi og mögulegt er fram að kosningum, til þess að nauðsynleg mál fái afgreiðslu. Kosningabarátta stjórnmálaflokkanna er léttvæg í samanburði við afkomu fólksins í landinu.
Þingmenn og ráðherrar vinna mun þarfara verk með því að halda áfram að starfa að þingmálum, heldur en að flengjast um héruð og mæra sig og sína flokka. Aðgerðir til bjargar heimilum og atvinnulífi þola enga bið. Við þurfum úrræði, en ekki kosningaloforð. Þess vegna er þessi tillaga Jóhönnu allrar athygli verð og vonandi að hún hljóti brautargengi.
Þingrof veldur ekki rofi á þingstörfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 19:39
Fíllinn í stofunni
Það er alveg rétt hjá þeim Merði Árnasyni og Ástu Möller að þingmenn sýndu andvaraleysi í aðdraganda bankahrunsins. Það er líka rétt hjá Merði að Samfylkingin ber sína ábyrgð, þó að hún sé margfalt minni en ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.
Afsökunarbeiðni Ástu Möller er svo sem ágæt, svo langt sem hún nær. Ég varð reyndar ekki vör við það að Ásta bæðist afsökunar á áralöngum stuðningi sínum við frjálshyggjuna, eða þá áherslu sem hún hefur lagt í gegnum tíðina á einkavæðingu og einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins.
Hefur Ásta skipt um skoðun varðandi ágæti frjálshyggjunnar, þeirrar stefnu sem kom okkur Íslendingum þangað sem við erum nú? Hefur hún beðist afsökunar á því að hafa setið beggja vegna borðsins, þegar hún var sat í nefnd um endurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu, jafnframt því sem hún var í forsvari fyrir einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu? Hefur hún eða aðrir fylgismenn frjálshyggjunnar lært eitthvað af hruni bankanna?
Verstu mistök Samfylkingarinnar voru að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma. Samfylkingin hefur lært að þeim mistökum og myndað vinstri stjórn, sem mun vonandi halda áfram eftir kosningar. Önnur mistök voru að átta sig ekki á því fyrr en of seint á hvaða leið íslensku bankarnir voru. Vissulega komu misvísandi og jafnvel röng skilaboð frá Seðlabanka og Fjármálaeftirliti varðandi stöðu bankanna. Þó voru ýmsar vísbendingar á lofti, sem glöggir þingmenn og varaþingmenn hefðu átt að koma auga á.
Samfylkingin á ekki að óttast það að ræða um ábyrgð. Aðdragandi bankakreppunnar má ekki verða fíllinn í stofunni sem enginn þorir að tala um. Þannig lærum við ekkert af mistökunum. Samfylkingarþingmenn og þá sérstaklega ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks verða að svara fyrir það, hvers vegna þeir sváfu á verðinum. Þar tók Mörður Árnason fyrsta skrefið, en vonandi ekki það síðasta.
Sekt og sakleysi á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2009 | 09:02
Fórnarkostnaður krónunnar
Stóran hluta af þeirri kreppu sem við Íslendingar erum að ganga í gegnum núna má rekja til krónunnar. Hver sérfræðingurinn á fætur öðrum hefur bent á þá staðreynd, að fórnarkostnaður krónunnar er meðal annars hærri vextir og miklar sveiflur í efnahagslífinu.
Þetta kom skýrt í ljós á árunum 2001-2007, eftir að krónan var sett á flot og verðbólgumarkmið voru tekin upp hjá Seðlabankanum. Fáir eða engir gjaldmiðlar sveifluðust á þessu tímabili jafn mikið gagnvart evrunni og íslenska krónan. Vaxtamunur við útlönd var líka mikill og sveiflukenndur, allt að 11%. Þetta erum við Íslendingar að borga fyrir að halda krónunni og þessi vaxtamunur varð líka til þess að hingað streymdi erlent fjármagn og ýtti undir þensluna, sem endaði í bankahruni.
Í erindi sínu á umræðufundi SA um gjaldeyrismál fyrir rúmu ári síðan, sagði þáverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans sem nú er settur aðstoðarbankastjóri sama banka, að eini raunverulegi valkosturinn við krónuna væri upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu. Hann sagði að sjálfstæðum gjaldmiðli í litlu ríki eins og Íslandi fylgdi "umtalsverður fórnarkostnaður" og nefndi þar meðal annars vaxtamun, gengisóvissu, minni utanríkisviðskipti og fjármálalegan óstöðugleika, Þá viðurkenndi hann að gengissveiflur hefðu aukist eftir að krónan fór á flot.
Aðstoðarbankastjórinn sagði sveigjanlegt gengi mildaði ekki sveiflur í efnahagslífinu og að reynsla Íslendinga frá árinu 2001 sýndi hið gagnstæða. Hann sagði að það þyrfti sterk rök til þess að halda sjálfstæðum gjaldmiðli ef annarra kosta er völ. Þau rök hafa ekki komið fram, önnur en tilfinningarök byggð á þjóðerniskennd.
Við höfum tvo valkosti: Að vera áfram með krónuna, sætta okkur við háa vexti og miklar sveiflur í efnahagslífinu með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu og atvinnustig, eða að taka upp evruna. Aðrir möguleikar, eins og upptaka norsku krónunnar eða dollars, eru einfaldlega ekki raunhæfir og þeir gera ekki annað en að drepa nauðsynlegri umræðu á dreif.
Evruupptaka hefði áhrif í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2009 | 23:46
Mistök fyrrum stjórnarflokka
Auðvitað var stefna Sjálfstæðisflokksins "sem slík" vandamálið. Ofurtrú á markaðinn, óbeit á afskiptum ríkisins, einkavinavæðing, pólitískar ráðningar og hagsmunagæsla - allt varð þetta til þess að íslenska kreppan hefur orðið alvarlegri og dýpri en víðast annars staðar. Það er rétt hjá nefndinni að vandinn er að miklu leyti heimatilbúinn. Það er líka í sjálfu sér jákvætt að sjá Sjálfstæðismennina viðurkenna að minnsta kosti hluta þeirra fjölmörgu mistaka sem þeir og Framsóknarflokkurinn voru ábyrgir fyrir.
Skaðinn var að miklu leyti skeður þegar á árinu 2006. Bankanir höfðu þanist út án þess að nokkuð væri að gert. Kosningaloforð Framsóknarflokksins frá 2003 um 90% húsnæðislán hafði hrundið af stað hækkunum á íbúðaverði. Íbúðalán bankanna voru komin á fulla ferð. Icesave ævintýrið var hafið af fullum krafti. Ábyrgðin var að stærstum hluta Seðlabankans og þeirra flokka sem voru þá við völd, sem voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.
Þessi skýrsla er að mörgu leyti góð lesning, þó að hún gangi ekki nógu langt. Vonandi lesa hana sem flestir og draga af henni réttan lærdóm: Að kjósa hvorki Sjálfstæðisflokk né Framsóknarflokk í næstu kosningum.
Heiðarlegt uppgjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)