Tveir kostir

Í mínum huga eru aðeins tveir kostir í stöðunni. Annars vegar núverandi stjórn áfram, og hins vegar framhald á mistökum og óstjórn síðustu 18 ára, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna tel ég að Samfylkingin og Vinstri hreyfingin - grænt framboð eigi að gefa það út fyrir kosningar að þessir flokkar ætli að starfa áfram saman eftir kosningar, fái þeir til þess nægilegt fylgi.

Ég hef meiri efasemdir um Framsókn og þá ekki síst nýja formanninn, sem stundar það að senda stjórnarflokkunum tóninn í fjölmiðlum. Mér finnst hann ekki alltaf vera sannfærandi fulltrúi þess nýja Íslands, sem við viljum flest sjá. Svo sannarlega er til gott fólk til innan Framsóknarflokksins og mörgu af því fólki myndi ég treysta til samstarfs, en þar eru líka innanborðs aðilar sem tóku fullan þátt í hrunadansinum sem var í senn undanfari og orsök bankahrunsins.

Frjálslyndi flokkurinn er við það að þurrkast út og ég hef nákvæmlega enga trú á L-listanum. Borgarahreyfingin er óskrifað blað og ég býst ekki við að hún fái mikið fylgi. Hvernig sem kosningarnar fara, þá held ég að það sé beinlínis lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að fá vinstri stjórn. Það síðasta sem við þurfum er áframhaldandi frjálshyggja eða stjórn sem afneitar lexíum síðustu ára. Við þurfum nýtt upphaf, ekki gamlar lausnir.


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður alla vega spennandi, svo mikið er víst.

Harpa J (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:38

2 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Nei nýr formaður framsóknar er ekki sannfærandi. Hann minnir mig á líinn dreng sem er að reyna að sýna pabba hvað hann er duglegur.....

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 5.3.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband