Tími til að breyta?

Nú standa yfir opin netprófkjör hjá Samfylkingunni á Suðurlandi og í Norðausturkjördæmi. Prófkjörinu hér í norðaustrinu lýkur kl. 17 og um hálftíma seinna verða úrslitin birt. Stærsta spurningin er hvort að það verður einhver endurnýjun í efstu sætum listans, eða hvort að það verða sömu mennirnir enn og aftur sem leiða lista flokksins í alþingiskosningum.

Í Suðurkjördæmi er tryggt að einhver endurnýjun verður, bæði vegna þess að sá sem var í 2. sætinu síðast gaf ekki kost á sér, og vegna þess að samþykktar voru prófkjörsreglur sem tryggja að kona og karl verði í tveimur efstu sætunum. Í Norðausturkjördæmi er ekki slíkum reglum til að dreifa og báðir sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar í kjördæminu gefa áfram kost á sér.

Engin endurnýjun varð í efstu sætum VG í Norðausturkjördæmi í lokuðu flokksvali. Lítil spenna virðist vera í kringum prófkjör Sjálfstæðismanna í kjördæminu og tveir sitjandi þingmenn bítast um fyrsta sætið hjá Framsókn. Samfylkingin á kost á því að endurnýja forystuna í kjördæminu og kjósa hæfa konu á þing, sem ekki hefur setið þar áður. Ég vona að að við berum gæfu til þess að kjósa Jónínu Rós í öruggt sæti.


mbl.is Um 1.100 hafa kosið í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband