Hverjir eru valkostirnir?

Ýmsar upphrópanir heyrast frá þeim sem vilja fella Icesave samninginn, en lítið um það hvað á að koma í staðinn. "Við látum ekki fara svona með okkur," segja sumir, en sleppa því að minnast á það hvað á þá að taka við. Barnalegir útúrsnúningar á borð við Iceslave og slagorð um "Pattaya mellur" segja mest um þá sem halda þeim á lofti.

Ég get ekki ímyndað mér að neinn Íslendingur telji Icesave samninginn vera sérstaklega góðan, en kannski var þetta skársti samningurinn sem hægt var að ná. Hefur fólk velt því fyrir sér? Ég hef heyrt marga tala um að það "eigi bara að semja aftur", en það verður auðvitað ekki samið um neitt sem viðsemjendur okkar vilja ekki. Samningar eru ekki einhliða óskalisti íslensku þjóðarinnar. Við höfum viðsemjendur sem geta sagt nei, rétt eins og við.

Hvað er þá eftir? Að fella samningana og hvað svo? Afþakka aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og erlend lán? Leyfa krónunni bara að hrynja? Eða hvað? Ég kalla eftir því að talsmenn þess að samningarnir verði felldir komi með sína framtíðarsýn og þá meina ég ekki upphrópanir, stórkarlalegar yfirlýsingar eða draumóra. Hvaða stefnu vilja þeir taka í staðinn og hvað mun það þýða fyrir nánustu framtíð þjóðarinnar?


mbl.is Telja að ljúka verði Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þeir (Bretar og Hollendingar) vilja fá þessa aura sem þeir telja sig eiga, þá er eina leiðinn fyrir þá að fara með málið fyrir dómsstóla, ekki bara krafsa upp einhvern samning og skipa okkur að kvitta,, ANNARS! Alþjóðasamfélagið er að fylgjast með littla Íslandi núna og alþjóðasamfélagið mun ekki dæma okkur og taka þátt í að kúga okkur þótt að við fellum þennan samning og krefjumst þess að málið fari fyrir dómsstóla...

HP

Hreiðar (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvaða dómstóla viltu að málið fari fyrir og samkvæmt hvaða lögum á að dæma? Ertu viss um að niðurstaðan verði betri en þessi samningur og á hverju byggir þú það?

Það er auðvelt að slá einhverju svona fram, en spurningin er hvort að þetta sé raunhæft.

Svala Jónsdóttir, 21.7.2009 kl. 23:59

3 identicon

það er þeirra að sækja sitt með því að fara dómstóla leiðina.. Og nei ég er ekki viss um að niðurstaðan verði betri, en frekar vill ég láta reyna á það en að fara niðrá fjóra og samþykja bara eikkað sem þessar þjóðir hafa púslað saman..

Raunhæft og ekki raunhæft,,,,???? fyrir ári síðan var ekki raunhæft að bankarnir færu á hausinn var það????

Og á hverju byggir þú það að það sé betra að skrifa undir þennan samning núna....?????

þú byggir það á því að KANSKI var þetta skársti samningurinn sem við gátum fengið..

"Ég hef heyrt marga tala um að það "eigi bara að semja aftur", en það verður auðvitað ekki samið um neitt sem viðsemjendur okkar vilja ekki. Samningar eru ekki einhliða óskalisti íslensku þjóðarinnar. Við höfum viðsemjendur sem geta sagt nei, rétt eins og við"

ímyndaðu þér að þessar línur hér að ofan væru skrifaðar af Bretum,, samningurinn á heldur ekki að vera einhliða óskalisti Bresku þjóðarinnar..

HP 

Hreiðar (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 14:00

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Gott og vel, þú vilt fara dómstóla leiðina þó að niðurstaðan geti orðið verri og kannski miklu verri. Fínt ef þú vilt taka slíka áhættu, en aðrir vilja það ekki og þar á meðal ég.

Við erum nú í ívið verri samningsstöðu en Bretar. Það er einfaldlega staðreynd. Við þurfum á aðstoð annarra þjóða að halda ef við ætlum að eiga von um að ná okkur út úr kreppunni. Hvað gerist ef við fáum ekki frekari greiðslur frá IMF? Hvað gerist ef lánalínur hingað stöðvast? Það er álit meirihluta utanríkisnefndar að svo muni fara, verði Icesave samningurinn felldur.

Ég væri fyrsta manneskjan til þess að fagna því ef hægt er að setja einhverja fyrirvara inn í Icesave samninginn, eða semja upp á nýtt.

En það eru að mínu viti draumórar að halda að við getum afneitað ábyrgð okkar og komist úr þessari stöðu án aðstoðar nágrannaþjóða og alþjóðasamfélagsins. Fólk sem óskar eftir því er í raun að óska eftir því að við förum endanlega ofan í svaðið og enginn rétti okkur hjálparhönd.

Svala Jónsdóttir, 22.7.2009 kl. 22:58

5 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Svala,

Ég tek heilshugar undir með þér!  Loksins að maður "sér" manneskju sem er á sömu skoðun!

Ýmsar upplýsingar hafa þó verið að koma fram sem ég velti fyrir mér.

Nýjasta afstaða mín er sú að alþingi eigi sem sé að samþykkja samninginn, en með fyrirvörum.

Nú viðurkenni ég að ég veit ekki hvort þetta getur gengið, hvort þetta er raunverulegur möguleiki, að samþykkja samninginn með fyrirvörum - hvort með þessu væri í raun verið að hafna núverandi samningi.

Ég tel afar brýnt að Íslendingar sýni samningsvilja.

En samningsaðilar allir hljóta að hafa skrifað undir það að samningurinn tæki gildi háð niðurstöðu alþingis Íslendinga.

Fyrirvara mætti gera við þau atriði sem helst virðast óásættanleg.  Sumir telja samninginn binda okkur of mikið og vera allt of íþyngjandi (sem fer líklega nærri sanni).  Of lítil ábyrgð sé sett á herðar Breta sjálfra, Hollendinga og svo Evrópusambandsins.

Bréf sem skrifað var í seðlabanka Svíþjóðar svo og grein í Daily Telegraph í dag færir mig ögn nær því að álíta að Evrópusambandið þurfi að skoða sína ábyrgð betur í ÞESSU máli, sbr:

"The EU directive was muddled, stipulating only that states must set up a "guarantee scheme" for banks, not that they are liable for all losses. It was well-known that these schemes are often private foundations with tiny resources, yet the UK "hardly bothered" to inform savers of this fact. It let IceSave state on its website that savers enjoyed protection equal to the UK's own scheme.

"The conclusion is clear: the EU host countries (UK and Holland) are also to blame for Iceland's disaster. Consequently, it would be reasonable that they carry some of the burden. It takes two to tango," said the report acidly.

For Britain, an irksome precedent has been set. Allies can expect no quarter if they spiral into a deep financial crisis. This could come back to haunt."

 sbr.: http://www.telegraph.co.uk/finance/financetopics/financialcrisis/5889325/Britains-gunboat-diplomacy-still-angers-Iceland.html

Í ofangreindir klausu, sérstaklgea þar sem ég hef feitletrað, er verið að viðurkenna opinberlega það sem ekki hefur verið viðurkennt opinberlega áður - þ.e. að í raun er ábyrgðin að baki sparnaðarreikningum ekki á herðum ríkjanna þar sem höfuðstöðvar bankanna eru starfræktar!  Þetta hélt ég hingað til að væri svona leyndarmál og mikilvægur hluti í því að Íslendingar YRÐU að taka á sig ábyrgðirnar.

En nú velti ég raunverulega vöngum!

Eiríkur Sjóberg, 23.7.2009 kl. 00:28

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Já, ég geri það líka. Bresk yfirvöld hefðu átt að bregðast fyrr við, ekki síður en íslensk. Það bera margir ábyrgð í þessu máli.

Ef það er hægt að gera svona fyrirvara held ég að það sé hið besta mál. En að afneita allri ábyrgð og ætla fyrir dómstóla er óðs manns æði. Sem betur fer sýnist mér að flestir stjórnmálamenn og flokkar séu að færast frá þeirri skoðun.

Svala Jónsdóttir, 25.7.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband