Athyglisverð hugmynd Jóhönnu

Á venjulegu kosningaári er þingi frestað um miðjan mars og kosningar haldnar um miðjan maí. En nú er ekkert venjulegt kosningaár. Við erum að berjast hér upp á líf eða dauða íslensku þjóðarinnar, eins og forystumenn stjórnarflokkanna hafa réttilega bent á.

Við svona kringumstæður skiptir hefðin minna máli en hagsmunir þjóðarinnar. Það er svo sannarlega ekki vanþörf á því að þingið starfi eins lengi og mögulegt er fram að kosningum, til þess að nauðsynleg mál fái afgreiðslu. Kosningabarátta stjórnmálaflokkanna er léttvæg í samanburði við afkomu fólksins í landinu.

Þingmenn og ráðherrar vinna mun þarfara verk með því að halda áfram að starfa að þingmálum, heldur en að flengjast um héruð og mæra sig og sína flokka. Aðgerðir til bjargar heimilum og atvinnulífi þola enga bið. Við þurfum úrræði, en ekki kosningaloforð. Þess vegna er þessi tillaga Jóhönnu allrar athygli verð og vonandi að hún hljóti brautargengi.


mbl.is Þingrof veldur ekki rofi á þingstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband