Jónína Rós er góður kostur

Án þess að ég vilji kasta rýrð á sitjandi þingmenn, þá tel ég Jónínu Rós vera mjög góðan kost í 1. eða 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Ekki bara fyrir Austfirðinga, heldur ekki síður fyrir kjördæmið allt og í raun alla landsmenn.

Við þurfum röggsamt og vinnusamt hugsjónafólk á þing. Við þurfum fólk sem er réttsýnt og heiðarlegt, fremur en kjördæmapotara eða lýðskrumara. Við þurfum einstaklinga sem vilja starfa fyrir fólkið í landinu, en ekki einhverja sem vantar þægilega innivinnu eða hugsa fyrst og fremst um eigin hag.

Ég þekkti ekki mikið til Jónínu fyrir þetta prófkjör, en allir sem ég hef talað við og þekkja hana, bera henni vel söguna. Dugleg, heiðarleg, vinnusöm og réttsýn, fylgjandi jafnrétti og jafnræði - allt eru þetta orð sem ég hef heyrt notuð um Jónínu, hvort sem um er að ræða gamla nemendur, samherja úr bæjarpóltíkinni á Egilsstöðum, konur í kvennahreyfingu Samfylkingarinnar eða aðra sem til hennar þekkja.

Ekki veit ég hvort að Kristján Möller er jafn fastur í sessi og fram kemur í þessari fréttaskýringu, en hitt er víst að kjósendur í Norðausturkjördæmi hafa nokkra sterka valkosti í efstu sætin. Það eru líka öflugir frambjóðendur hér á Akureyri sem eru að sækjast eftir efstu sætum. Ef kjósendur vilja skipta um forystu, er gott fólk í boði. Þeirra er valið.


mbl.is Prófkjörshræringar í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónína virkar sannfærandi kostur, það er alveg rétt.

Harpa J (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 22:16

2 identicon

Samfylkingarkonur í NA eiga að sameinast um Jónínu Rós í 1. sæti og Samfylkingarkarlarnir líka. Styð þig svo Svala mín í þriðja sætið.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband