Mistök fyrrum stjórnarflokka

Auðvitað var stefna Sjálfstæðisflokksins "sem slík" vandamálið. Ofurtrú á markaðinn, óbeit á afskiptum ríkisins, einkavinavæðing, pólitískar ráðningar og hagsmunagæsla - allt varð þetta til þess að íslenska kreppan hefur orðið alvarlegri og dýpri en víðast annars staðar. Það er rétt hjá nefndinni að vandinn er að miklu leyti heimatilbúinn. Það er líka í sjálfu sér jákvætt að sjá Sjálfstæðismennina viðurkenna að minnsta kosti hluta þeirra fjölmörgu mistaka sem þeir og Framsóknarflokkurinn voru ábyrgir fyrir.

Skaðinn var að miklu leyti skeður þegar á árinu 2006. Bankanir höfðu þanist út án þess að nokkuð væri að gert. Kosningaloforð Framsóknarflokksins frá 2003 um 90% húsnæðislán hafði hrundið af stað hækkunum á íbúðaverði. Íbúðalán bankanna voru komin á fulla ferð. Icesave ævintýrið var hafið af fullum krafti. Ábyrgðin var að stærstum hluta Seðlabankans og þeirra flokka sem voru þá við völd, sem voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.

Þessi skýrsla er að mörgu leyti góð lesning, þó að hún gangi ekki nógu langt. Vonandi lesa hana sem flestir og draga af henni réttan lærdóm: Að kjósa hvorki Sjálfstæðisflokk né Framsóknarflokk í næstu kosningum.


mbl.is „Heiðarlegt uppgjör“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt að það eiga allir að láta sér þetta að kenningu verða og ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum.

Anna (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband