Ekkert óvænt...

Það er svo sem fátt óvænt við þessi úrslit. Kristján Möller heldur toppsætinu, en fær þó innan við helming atkvæða. Síðast fékk hann yfir 70% atkvæða í fyrsta sætið, ef ég man rétt. Það eru vissulega skilaboð, en eru þau nógu skýr?

Sigmundur Ernir fylgir á hæla Kristjáns, en Einar Már Sigurðarson, sem var í öðru sætinu í tvennum síðustu kosningum, er ekki á meðal átta efstu sem hlýtur að teljast mikill skellur fyrir sitjandi þingmann. Bendir það til þess að allt sem sagt var í fjölmiðlum um kosningabandalag Kristjáns og Sigmundar í aðdraganda kosninganna sé satt? Það verður hver að dæma fyrir sig.

Hlutur kvenna á listanum er öllu rýrari en síðast, en þá voru konur í 3. og 4. sæti, sem hafa hingað til verið varaþingmannssæti. Nú er kona í þriðja sæti vegna kynjakvóta, en karl í fjórða sæti. Ég hefði viljað sjá önnur úrslit, en svona er þetta. Þá er bara að sjá hvort að þessi listi dugir til þess að ná þriðja þingmanninum inn í kjördæminu.


mbl.is Kristján Möller efstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú áttir semsagt ekkert von á sérstökum árangri fyrir eigin hönd!?

En hefðir þá þurft meiri tíma og fleira líkast til, geri ég ráð fyrir.

En var að pára línur við færsluna fyrir neðan þegar þú komst með þessa.

Útkoma kvenna nei ekki nógu góð, en fyrir utan efsta sætið er þetta vissulega mikil endurnýjun, því má ekki líta framhjá. Og hafi verið um bandalag milli ES og SER þá hefur það virkað svona undarlega, aðeins í þágu annars!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.3.2009 kl. 18:49

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég gerði mér fulla grein fyrir því frá upphafi að utanbæjarmanneskja með ekkert kosningabandalag ætti takmarkaða möguleika.

Meint kosningabandalag var á milli Kristjáns og Sigmundar Ernis, ekki Einars. Ég skal ekki segja um það hvort að það hafi verið raunverulegt, en bæði Mogginn og Fréttablaðið fluttu fréttir af því. Ekkert við þessi úrslit bendir til þess að þær fréttir hafi verið rangar.

Svala Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 20:12

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Utanbæjarmanneskja? Það hefur ekki setið innfæddur Akureyringur á þingi í mannsaldur svo þessi rök halda varla. Akureyringar eru ekkert feimnir við "utanbæjarmanneskjur" Það hefur verið lenska að sækja bæjarstjóra langt að. Kristján Þór var t.d. sóttur til Ísafjarðar og svo hefur verið um margan bæjarstjórann. Hins vegar er skelfilegt að fá Kristján Möller inn aftur. Afrekaskráin hans er eitt stórt 0

Víðir Benediktsson, 7.3.2009 kl. 23:33

4 identicon

Kristján Möller hefur ráðið efstu sætum í þessu kjördæmi frá upphafi og gerir enn. Hann tók Einar Má með sér síðast en skipti honum núna út fyrir Sigmund Erni. Það er öll endurnýjunin. Benedikt komst ekki í topp átta, ekki heldur Agnes og eru þau þó bæði búin að vera á Akureyri lengi, en þau höfðu ekki stuðning Möllersins

Adda (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 01:34

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, afsakaðu, ruglaðist þarna og ekki í fyrsta skiptið, en þessar fregnir hafa bara farið framhjá mér!

En þetta er alveg rétt hjá Víði Svala,þingmenn frá Akureyri ekki verið margir fyrir þetta kjördæmi í seinni tíð.En þegar ég hugsa um það, þá er það hins vegar ekki svo óalgengt að fólk héðan ættað eða upprunnið hefur verið þingmenn í öðrum kjördæmum. Þar má nefna Sr. Hjálmar Jónsson, Ólaf g. Einarsson og Kristínu Halldórssdottur, sem öll eiga hér ættir eða rætur held ég alveg örugglega.

Og líka rétt hjá víði, að Kristján var bæjarstjóri vestra áður er hann kom hingað, en þar áður hafði hann verið bæjarstjóri í sínum heimabæ, Dalvík.Ætli tómas Olrich sé ekki sá síðasti sem verið hefur þingmaður og sannarlega er frá Akureyri!?

Þú hefðir bara þurft meiri tíma og vera já þekktari SVala mín, en það var bara ekki í spilunum því miður.

Svo held ég nú líka, að prófkjörsformið og það svona galopið, hafi sem oft áður reynst ykkur stelpunum erfiðara!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 01:53

6 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Krakkar mínir - nú vinnum við í málinu og komum þremur að þann 25. apríl og það þarf greinilega að vinna markvisst að jafnréttismálum úti á landi - öðru vísi en þarna á Reykjavíkurskaganum - leggjum ekki upp laupana - það eru kynslóðir stúlkna á eftir okkur sem þarf að berjast fyrir.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 8.3.2009 kl. 09:59

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samfylkingin má þakka fyrir að ná inn einum manni með Kristján Möller í broddi fylkingar.

Víðir Benediktsson, 8.3.2009 kl. 11:44

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Samfylkingin hefur þrátt fyrir allt náð inn tveimur mönnum í Norðausturkjördæmi með Kristján Möller í broddi fylkingar í tvennum kosningum. Ég vona svo sannarlega að flokkurinn nái inn þremur þingmönnum í kjördæminu núna, til þess að Jónína Rós komist á þing.

En það er vissulega umhugsunarefni af hverju konum gengur svona miklu verr í prófkjörum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Framsókn í suðvestri og VG í Reykjavík þarf væntanlega að færa niður konur vegna kynjakvóta, en hjá Samfylkingunni og fleiri flokkum á landsbyggðinni komast hæfar konur ekki að nema með aðstoð kynjakvóta. Hvað veldur?

Svala Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband