29.3.2009 | 13:51
Skýr skilaboð
Samfylkingin þarf af senda skýr skilaboð út í samfélagið eftir landsfundinn hér í Smáranum um helgina. Brýnasta verkefni okkar allra er að endurvinna traust á íslenska hagkerfinu og koma á efnahagslegum stöðugleika. Það verður að mínu mati ekki gert án þess að við lýsum því yfir að Ísland stefni að aðildarviðræðum við Evrópusambandið og upptöku evru.
Í aðdraganda bankahrunsins kom það skýrt í ljós að upplýsingaflæði skorti á milli ráðuneyta og ríkisstofnana. Við þurfum að draga lærdóm af þessu og koma í veg fyrir að sagan geti endurtekið sig. Tillögur sem liggja fyrir landsfundi Samfylkingarinnar um efnahagsmál eru skref í rétta átt.
Samfylkingin þarf einnig að senda skýr skilaboð um þá stefnu sem flokkurinn hyggst fylgja í ríkisfjármálum. Við þurfum að vera rödd skynseminnar í skattamálum og fullvissa almenning um það að Samfylkingin muni standa gegn öfgum í skattheimtu, jafnframt því sem hún stendur vörð um velferðarkerfið.
Eitt ráðuneyti efnahagsmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað áttu við með öfgum í skattamálum?
Anna (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:21
Til dæmis hátekjuskatt á tekjur sem eru í raun bara meðaltekjur og eignaskatt á íbúðarhúsnæði með mjög lágum eignarmörkum, eins og hann var áður en hann var lagður niður.
Svala Jónsdóttir, 30.3.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.