Að læra ekkert

Það er greinilegt að Davíð Oddsson hefur ekkert lært. Davíð tekur enga ábyrgð á algeru hruni íslenska fjármálakerfisins, jafnvel þó að fyrrum aðalhagfræðingur Seðlabankans hafi viðurkennt að mistök hafi átt sér stað í peningamálastefnunni í aðdraganda hrunsins. Hið stórkostlega tjón, sem íslenska þjóðin hefur svo sannarlega orðið fyrir, var unnið á vakt Davíðs og undir hans stjórn, fyrst sem forsætisráðherra og síðan sem Seðlabankastjóra.

En í huga Davíðs er mesta tjónið ekki hrun íslensku viðskiptabankanna eða fall krónunnar. Í hans huga snýst allt um hann sjálfan og vonda Samfylkingarmenn sem ráku hann úr Seðlabnkanum. Hann virðist kæra sig kollóttann um þann stóra hóp fólks sem hefur misst vinnuna og á í erfiðleikum með að borga af húsnæðislánunum.  Honum er meira í mun að ráðast á þá sem þó þorðu að gagnrýna hann og þá stefnu sem endaði í sameiginlegu skipbroti Íslendinga.

Nei, Davíð hefur ekkert lært á íslenska efnahagshruninu og þeir Sjálfstæðismenn sem klöppuðu og hlógu að ræðu hans á landsfundinum hafa greinilega ekkert lært heldur. Hinir, sem gengu út þegar hann réðst á eigin samflokksmenn, hljóta að spyrja sig hvort að þeir séu í réttum flokki.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Algjörlega sammála þér. Mér ofbauð við lestur þessarar fréttar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:44

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það má ýmislegt segja um ræðu Davíðs, en hitt er líka merkilegt hvað andstæðingar hans hafa hamrað á ábyrgð hans á hruninu og bægt öllum skotum frá útrásarvíkingunum, vinum sínum og velgjörðarmönnum. Davíð benti til dæmis á það að þrátt fyrir að skammur vegur sé frá Austurvelli að höfðustöðvum Baugs á Íslandi var aldrei trommað á pönnur þar í nánd. Þessi hlífð við þá sem ollu hruninu er hrikaleg.

Skúli Víkingsson, 28.3.2009 kl. 19:29

3 identicon

Haldið þið virkilega að það sé þannig að þessi mótmæli séu undir stjórn eins eða fárra einstaklinga sem segja fjöldanum að fara hingað eða þangað að mótmæla? Ef fólk hefði virkilega verið þeirrar skoðunar að Baugur ætti að fá sinn skerf þá hefði örugglega orðið eitthvað úr mótmælum fyrir utan hjá þeim.  Mótmælin sem voru í gangi við seðlabankann voru meir og minna sjálfsprottin - og ég leyfi mér að halda því fram að DO hafi meira að gera með hrunið en JÁJ þótt mér detti ekkert sérstaklega í hug að hann sé einhver engill. Held reyndar að þáttur ýmissa annarra útrásarvíkinga sé meiri en hans en það er önnur saga. Í öllu falli held ég að flestir hafi talið að það væri mun mikilvægara að losna við ríkisstjórn, fjármálaeftirlitsforstjóra og -stjórn, seðlabankastjórana og síðan snúa sér að öðrum - þ.e. útrásarhöfðingjunum. Reyndar finnst mér stórmerkilegt að það eru stöðugir lekar um þá úr Kaupþingi en ekkert heyrist frá hinum bönkunum. Eins skil ég ekki af hverju ekkert hefur komið út úr þessum rannsóknum á hruninu, hvorki til að hreinsa menn af grun eða staðfesta neitt. Segir manni kannski að það hentar ráðandi öflum ágætlega að halda ímyndunaraflinu á fullu blússi?

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:17

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Nákvæmlega, Hólmfríður. Mótmælin voru sjálfsprottin og ef fólk hefði séð ástæðu til þess að mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar einstakra fyrirtækja hefði enginn komið í veg fyrir það.

Ábyrgðin á bankahruninu dreifist víða, en stærstu ábyrgðina hljóta samt þeir að bera sem sköpuðu það viðskiptaumhverfi sem íslenska þjóðin bjó við til skamms tíma og einkenndist af eftirlitsleyfi og ofurtrú á markaðsöflin. Þeir sem brugðust eftirlitshlutverki sínu og gerðu mistök í efnahagsstjórn, sem orsökuðu og ýttu undir bankahrunið. Þeirra ábyrgð er margfalt stærri en hinna, sem nýttu sér ástandið.

Hafi einstakir forkólfar í viðskiptalífinu brotið lög, verða þeir væntanlega saksóttir fyrir það. En höfuðábyrgðin er stjórnmálamannanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.

Svala Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband