Spennandi

Nú er prófkjör Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi yfirstaðið og tölur væntanlegar innan hálftíma. Tæpur klukkutími er eftir í Suðurkjördæmi. Það verður spennandi að sjá niðurstöðurnar. Fáum við nýja forystu, eða þá sömu gömlu? Verður endurnýjun í þingflokknum, eða ekki? Dugir smalamennskan, eða skipta málefnin mestu? Það kemur allt í ljós innan skamms.
mbl.is Góð kjörsókn í prófkjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gaman verður að sjá formannsslaginn honum býð ég spenntur eftir. Ég tel að Jón gæti komið sterkur inn.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 17:57

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvað sskal segja mín kæra!?

Mér finnst sæti tvö og niður úr nokkuð svo athyugliverð, frekar leitt að sjá þig ekki á topp átta!

Fólk héðan úr bænum eða búsett hér um hríð kemur vel út og hin unga frænka Hermanns T frá Dalvík,Herdís, nær athygliverðum árangri. ÉG bjóst við að Einar gæti átt erfitt uppdráttar og Kristján kannski líka, en fall Örlygs frænda míns kemur mér nokkuð á óvart. Átti kannski líka alveg eins von á að Benedikt sæist þarna líka ofarlega.

Hvar skildir þú svo hafa endað?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.3.2009 kl. 18:36

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Veit ekki hvar ég endaði, alla vega ekki í topp átta.

Ég held að Jón Baldvin verði seint formaður Samfylkingarinnar. Að minnsta kosti get ég lofað því að þann dag sem hann verður formaður, mun ég ganga úr flokknum.

Svala Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 20:09

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

tómt mál að tala um líka og dálítið leitt hvernig hann hefur spilað sinn leik í þessu. Hefði nefnilega getað trúað að kraftar hans og reynslagætu nýst vel í kosningunum og kannski er enn von til að svo geti farið.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband