Að verja gengi krónunnar

Sumir hafa látið þung orð falla vegna vonbrigða sinna yfir lækkun stýrivaxta um eitt prósentustig. Skýringar Seðlabankans eru hins vegar mjög einfaldar: "Með því að gæta varúðar við slökun peningalegs aðhalds gefst færi á að afnema gjaldeyrishöftin án þess að stöðugleika krónunnar sé stefnt í tvísýnu."

Markmið peningarstefnunnar er að verja gengi krónunnar, enda myndi frekara hrun hennar hafa gríðarlega slæm áhrif á heimili jafnt sem atvinnulíf. Verð á innfluttum vörum myndi hækka með tilheyrandi hækkun verðbólgu, auk þess sem gengistryggð lán hækka. Mörg fyrirtæki eru með stóran hluta skulda sinna í erlendum gjaldmiðlum og því yrðu afleiðingarnar alvarlegar fyrir atvinnulífið.

Síðan má ekki gleyma því að verðbólguhraðinn í maí mældist 1,13% sem er um 14% á ársgrundvelli. Tólf mánaða verðbólgan aftur í tímann er 11,6% og við þær aðstæður eru 12% stýrivexir að mörgu leyti skiljanlegir. Hlutverk peningastefnunnar er ekki síst að verja gengið og koma í veg fyrir kollsteypur. Því er skiljanlegt að reynt sé að vinda ofan af hávaxtastefnunni með gát. Stýrivextir munu halda áfram að lækka og verða vonandi komnir í sæmilegt horf síðar á árinu.


mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband