Grundvöllur efnahagslegs stöðugleika

Aðildarumsókn að Evrópusambandinu er mikilvægur grundvöllur efnahagslegs stöðugleika. Þetta sagði Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, á Alþingi í dag. Umsóknin gefur skýr skilaboð til umheimsins varðandi það hvert við stefnum í endurreisn íslensks samfélags og er til þess fallin að auka tiltrú á íslensku efnahagslífi.

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, sagði að í dag væri sögulegur dagur á Alþingi og það er alveg rétt hjá honum. Þetta er merkilegri og sögulegri stund en margir gera sér grein fyrir. Í fyrsta sinn er innganga í ESB rædd af alvöru á Alþingi og studd af þingmönnum bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu.

Ef Íslendingar sækja um aðild að Evrópusambandinu í sumar eða haust, gætum við verið komin í ESB þegar í byrjun ársins 2012 og jafnvel fyrr. Finnar sóttu um aðild árið 1992, gengu inn í byrjun ársins 1995 og landið varð eitt af stofnaðilum EMU, myntbandalagsins, árið 1999. Þegar Finnar sóttu um aðild árið 1992 stóðu þeir í svipuðum sporum og Íslendingar standa nú. Þeir voru í miðri kreppu, sem var ein sú versta sem finnska þjóðin hafði upplifað á 20. öldinni.

Finnskt efnahagslíf óx hratt fyrstu árin eftir inngönguna í ESB og Finnar telja að aðildin hafi þar haft mikið að segja. Matarverð lækkaði verulega og samkeppni jókst á markaði. Finnsk fyrirtæki sem eiga viðskipti við evrusvæðið þurfa ekki lengur að eiga við gengisáhættu. Vextir hafa lækkað og velmegun aukist.

Íslendingar geta notið sömu kosta af inngöngu í Evrópusambandið, ef Alþingi ber gæfu til þess að samþykkja þingsályktunartillögu um að Ísland gangi til viðræðna við Evrópusambandið. Þetta er eitt mikilvægasta mál sem rætt hefur verið á Alþingi hin síðari ár. Vonandi komast þingmenn upp úr skotgröfunum og vinna saman að bjartari framtíð lands og þjóðar.


mbl.is Hægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumingja Svava  !

 "

"  Ef Alþingi ber gæfu til að samþykkja -"

 Veistu hvað þú ert að fullyrða ? Örugglega ekki.

 Við Íslendingar getum aldrei - og munum aldrei - afsala ESB  sjávarauðlendum þjóðarinnar - það er kjarni málsins.

 Ekki einn, ekki tveir, nei, fjórir framkvæmdastjórar ESB., hafa á liðnum árum sagt skýrt og skorinort.: " Ef þið sækið um aðild, eru það okkar lög sem gilda um sjávarútveg - ekki ykkar" !

 Að fá yfir okkur yfirþjóðlegt vald, má ALDREI ske.

 Þið eruð sem strúturinn - höfuðið  djúpt í sandinn!

 Daginn fyrir kjördag sagði heilög Jóhanna.: " ESB snýr um vinnu og velferð" !

 Staðreyndir í dag.:

  Spánn - 19% atvinnuleysi

 Lettland 14,3% atvinnuleysi

 Litháen 13,9% atvinnuleysi

 Írland 10,8% atvinnuleysi

 Svíþjóð 9,7% atvinnuleysi

 Bretland 10,2% atvinnuleysi

 Frakkland 8,7% atvinnuleysi.

 Var einhver að hrópa um VINNU ?? !!

 Um þráhyggju Samfyklkingarinnar er aðeins  hægt að taka undir með Rómverjum , er þeir sögðu.: " "Pro pudor" ! - þ.e.  SKÖMM !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:10

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég veit reyndar alveg ágætlega hvað ég er að fullyrða að því leyti að ég hef kynnt mér Evrópusambandið talsvert. Varðandi yfirþjóðlegt vald, þá erum við Íslendingar nú þegar í EES og þurfum að taka við tilskipunum frá ESB án þess að hafa mikið um þær að segja.

Svala Jónsdóttir, 4.6.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband