28.5.2009 | 13:14
Grundvöllur efnahagslegs stöðugleika
Aðildarumsókn að Evrópusambandinu er mikilvægur grundvöllur efnahagslegs stöðugleika. Þetta sagði Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, á Alþingi í dag. Umsóknin gefur skýr skilaboð til umheimsins varðandi það hvert við stefnum í endurreisn íslensks samfélags og er til þess fallin að auka tiltrú á íslensku efnahagslífi.
Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, sagði að í dag væri sögulegur dagur á Alþingi og það er alveg rétt hjá honum. Þetta er merkilegri og sögulegri stund en margir gera sér grein fyrir. Í fyrsta sinn er innganga í ESB rædd af alvöru á Alþingi og studd af þingmönnum bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu.
Ef Íslendingar sækja um aðild að Evrópusambandinu í sumar eða haust, gætum við verið komin í ESB þegar í byrjun ársins 2012 og jafnvel fyrr. Finnar sóttu um aðild árið 1992, gengu inn í byrjun ársins 1995 og landið varð eitt af stofnaðilum EMU, myntbandalagsins, árið 1999. Þegar Finnar sóttu um aðild árið 1992 stóðu þeir í svipuðum sporum og Íslendingar standa nú. Þeir voru í miðri kreppu, sem var ein sú versta sem finnska þjóðin hafði upplifað á 20. öldinni.
Finnskt efnahagslíf óx hratt fyrstu árin eftir inngönguna í ESB og Finnar telja að aðildin hafi þar haft mikið að segja. Matarverð lækkaði verulega og samkeppni jókst á markaði. Finnsk fyrirtæki sem eiga viðskipti við evrusvæðið þurfa ekki lengur að eiga við gengisáhættu. Vextir hafa lækkað og velmegun aukist.
Íslendingar geta notið sömu kosta af inngöngu í Evrópusambandið, ef Alþingi ber gæfu til þess að samþykkja þingsályktunartillögu um að Ísland gangi til viðræðna við Evrópusambandið. Þetta er eitt mikilvægasta mál sem rætt hefur verið á Alþingi hin síðari ár. Vonandi komast þingmenn upp úr skotgröfunum og vinna saman að bjartari framtíð lands og þjóðar.
Hægt að ná samstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aumingja Svava !
"
" Ef Alþingi ber gæfu til að samþykkja -"
Veistu hvað þú ert að fullyrða ? Örugglega ekki.
Við Íslendingar getum aldrei - og munum aldrei - afsala ESB sjávarauðlendum þjóðarinnar - það er kjarni málsins.
Ekki einn, ekki tveir, nei, fjórir framkvæmdastjórar ESB., hafa á liðnum árum sagt skýrt og skorinort.: " Ef þið sækið um aðild, eru það okkar lög sem gilda um sjávarútveg - ekki ykkar" !
Að fá yfir okkur yfirþjóðlegt vald, má ALDREI ske.
Þið eruð sem strúturinn - höfuðið djúpt í sandinn!
Daginn fyrir kjördag sagði heilög Jóhanna.: " ESB snýr um vinnu og velferð" !
Staðreyndir í dag.:
Spánn - 19% atvinnuleysi
Lettland 14,3% atvinnuleysi
Litháen 13,9% atvinnuleysi
Írland 10,8% atvinnuleysi
Svíþjóð 9,7% atvinnuleysi
Bretland 10,2% atvinnuleysi
Frakkland 8,7% atvinnuleysi.
Var einhver að hrópa um VINNU ?? !!
Um þráhyggju Samfyklkingarinnar er aðeins hægt að taka undir með Rómverjum , er þeir sögðu.: " "Pro pudor" ! - þ.e. SKÖMM !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:10
Ég veit reyndar alveg ágætlega hvað ég er að fullyrða að því leyti að ég hef kynnt mér Evrópusambandið talsvert. Varðandi yfirþjóðlegt vald, þá erum við Íslendingar nú þegar í EES og þurfum að taka við tilskipunum frá ESB án þess að hafa mikið um þær að segja.
Svala Jónsdóttir, 4.6.2009 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.