Mannréttindabrot

Samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, sem kom út undir lok síðasta árs, njóta hælisleitendur ekki nægilegrar verndar í Grikklandi. Samtökin segja að Grikkir haldi hælisleitendum við óviðunandi aðstæður, neiti nær öllum beiðnum um hæli og flytji hælisleitendur jafnvel með valdi og leynd til Tyrklands. Skýrsluhöfundar halda því fram að gríska strandgæslan ýti bátum með flóttafólki út úr landhelginni, stundum með því að setja gat á gúmmíbáta eða gera báta óhæfa til siglingar með öðrum aðferðum.

Mannréttindaskýrslur segja einnig frá skefilegri meðferð grískra lögregluyfirvalda á flóttabörnum í Grikklandi. Þetta er ekki nýtt vandamál. Þannig skýrði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna frá áhyggjum sínum af meðferð barna úr hópi flóttamanna í Grikklandi þegar árið 2002. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna benti á það árið 2004 að verulega skorti á að hagsmunir þessara barna væru verndaðir og undir þetta hafa grískar eftirlitsstofnanir og umboðsmaður tekið.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað gert athugasemdir við meðferð flóttamanna í Grikklandi, bæði fullorðinna og barna. Fyrir tæpu ári sendi stofnunin frá sér skjal þar sem fram kemur að þó að grísk yfirvöld hafi gert nokkrar umbætur, mæti flóttamenn þar í landi enn hindrunum sem komi í veg fyrir að þeir njóti þeirra réttinda sem þeir eiga að hafa samkvæmt alþjóðlegum og evrópskum reglum. Því mælir Flóttamannastofnun SÞ með því að lönd sendi EKKI flóttamenn aftur til Grikklands, heldur notfæri sér heimildarákvæði í Dyflinnarsamningnum til þess að afgreiða umsókn um hæli.


mbl.is „Engin ástæða til að senda ekki fullorðna til Grikklands"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bara ekki börn, fólk sem á börn, eða var einu sinni börn.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 05:58

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Norðmenn ákváðu í fyrra að hætta að senda hælisleitendur til baka til Grikklands vegna skýrslna um slæma meðferð þeirra þar, og sænskur dómstóll hefur neitað að senda flóttamann aftur þangað af sömu ástæðu. En íslenska Útlendingastofnunin segir að ekkert sé að. Merkilegt.

http://www.amnesty.org/en/library/asset/EUR25/002/2008/en/EUR250022008en.html

Svala Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband