Kiknar VG undan álaginu?

Í umræðu um bankahrunið vísa vinstri-grænir gjarnan til þess að þeir hafi verið á móti útþenslustefnu íslensku bankanna og því hvernig staðið var að einkavæðingu þeirra á sínum tíma. Ofvöxtur bankanna er vissulega ein af helstu orsökum þess að núverandi heimskreppa bitnar meira á Íslendingum en flestum öðrum. Ef fleiri hefðu hlustað á viðvaranir vinstri manna og ýmissa sérfræðinga, þar á meðal hagfræðinga og erlendra banka, værum við sennilega í betri stöðu en við erum nú.

Hins vegar breytir afstaða vinstri grænna í fortíðinni ekki þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir hér og nú. Það hjálpar ekkert atvinnulausum einstakling eða fjölskyldu sem er að missa húsnæðið núna að einhver sitji og segi: "Ég sagði ykkur þetta." Sumir þingmenn VG virðast ekki átta sig á því að þeir eru ekki lengur í stjórnarandstöðu, þar sem þeir geta fríað sig allri ábyrgð og verið á móti öllum óvinsælum aðgerðum. Því miður virðist sem einhverjir ráðherrar standi hugsanlega ekki undir þeirri ábyrgð að vera í ríkistjórn.

Það eru alvarlegar fréttir fyrir illa stadda þjóð, ef þingmenn og jafnvel ráðherrar VG þora ekki eða vilja ekki að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Bankarnir voru einkavæddir, þeir þöndust of mikið út og hrundu. Við erum í svínslega erfiðri stöðu. Þetta eru einfaldlega staðreyndir málsins. Öll óskhyggja heimsins breytir þeim ekki. Það skiptir engu máli hvað menn sögðu eða gerðu fyrir mörgum árum, þegar úrlausnarefni dagsins í dag þola enga bið.


mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ég ætla rétt að vona að stjórnarflokkarnir kikni ekki undan álaginu. Ef svo illa færi - hvað í ósköpunum ætti að taka við?

Björn Birgisson, 11.8.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ja, það er einmitt spurningin. Flokkarnir sem komu okkur í kreppuna?

Svala Jónsdóttir, 13.8.2009 kl. 22:09

3 Smámynd: Björn Birgisson

Það er nú verkurinn, Svala mín!

Björn Birgisson, 13.8.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband