Að lifa í draumi

Þessi frétt Morgunblaðsins er sett upp á afar villandi hátt, því að þingmaður Borgarahreyfingarinnar segir alls ekki að sjálf nefndin sé óttaslegin, heldur telur hún vera hræðsluáróður í áliti meirihlutans, sem er allt annað. Ég held reyndar að þingmanninn skorti hugsanlega raunsæi í þessu máli og fleiri málum. Það hefur án efa alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland ef við ákveðum að gangast ekki við ábyrgð okkar í Icesave málinu. Miðað við málflutning margra í þessu máli virðist fólk almennt ekki gera sér grein fyrir hversu slæm staða okkar er eða hversu mikið verri hún getur enn orðið. Ég efast ekki um að þetta sama fólk myndi kvarta hástöfum og væna stjórnvöld um getuleysi, ef það fengi sínu framgengt og allt færi á versta veg. Það er nefnilega miklu auðveldara að gagnrýna heldur en að koma með lausnir.
mbl.is Óttaslegin utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm mín kæra Svala, það er "hægar um að tala, en í að komast" eins og máltækið góða segir!

Æ, allt eða flestallt kringum O flokkin er orðið heldur dapurt, ekki hægt að orða það vægar.Bestu kveðjur til þín.

Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur. :)

Mistökin í fréttinni eru þó ekki síður Moggans en þingmannsins. Kemur allt frekar kjánalega út.

Svala Jónsdóttir, 25.7.2009 kl. 01:18

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er ein lakasta fyrirsögn sem sést hefur í íslensku blaði.

Jón Halldór Guðmundsson, 29.7.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband