Skoðun eins íhaldsflokks breytir ekki miklu

Andstæðingar ESB aðildar Íslands stökkva á þessa frétt um andstöðu kristilega íhaldsflokksins CSU og telja hana sýna að ekki sé pláss fyrir Ísland í Evrópusambandinu. Því fer fjarri. Flokkur kristilegra demókrata í Bæjaralandi er ekki flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, heldur einungis "systurflokkur" í einu fylki Þýskalands. Þetta er erkiíhaldsflokkur sem hefur staðið á móti mörgu sem varðar Evrópumál, án þess að hafa haft erindi sem erfiði. Engar líkur eru á því að flokkur kanslarans eða aðrir stórir hægri flokkar í Evrópu taki almennt undir þessa skoðun.

Staðreyndin er sú að umsókn Íslands um aðild mætir almennt jákvæðum viðbrögðum og ólíklegt að hún fái annað en skjóta og faglega afgreiðslu, enda hefur Ísland í gegnum EES samninginn lagað sig að miklu leyti nú þegar að ESB aðild. Ekkert land utan Evrópusambandsins er í nánari sambandi við ESB en Ísland, enda erum við ekki aðeins í EES heldur erum við líka aðilar að Schengen, sem er skref sem t.d. Bretar hafa ekki enn stigið.

Þetta hefur Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál samsbandsins, margoft staðfest í viðtölum. Nýlega sagði hann í viðtali að umsókn Íslands ætti að geta gengið hratt fyrir sig. Líkti hann stöðu Íslands gagnvart ESB við stöðu maraþonhlaupara sem þegar hefur lagt allt að 40 kílómetra að baki af þeim 42 sem þarf til að koma í mark, á meðal dæmigert Balkanland væri í miðju hlaupi þegar að aðildarumsókn kæmi.


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

og þekktur fyrir útlendingahatur

Finnur Bárðarson, 18.7.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Skoðanir útlendingahatara og einangrunarsinna fara ansi oft saman Finnur eins og sést á þeim flokkum sem berjast gegn ESB aðild. Sem dæmi get ég nefnt Dansk Folkeparti, British National Party, Jobbik, FPÖ og Front National.

Voru svo ekki Frjálslyndir sálugu harðastir gegn ESB hér heima?

Kjartan Jónsson, 18.7.2009 kl. 14:57

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Málefnalegir" drengir :)

CDU er reyndar á sömu línu og CSU í þessum efnum. Þ.e. þeir eru andvígir frekari stækkun Evrópusambandsins a.m.k. að svo stöddu, sbr. þetta. Á Rúv.is í dag segir að eitt stefnumála í sameiginlegu framboði flokkanna í kosningum í haust sé að vinna bak við tjöldin gegn því að fleiri ríki fái inngöngu í sambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 15:38

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kjartan. Allt í einu við lestur þinnar athugasemdar, kom upp í hugann þjóðin mikla, Íslendingar.

Finnur Bárðarson, 18.7.2009 kl. 15:40

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Frímann, þetta hefur ekkert að gera með Stjórnarskrá Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálann) enda kemur það t.a.m. hvergi fram þarna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 18:48

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hjörtur, þessar fréttir sem þú vísar í breyta engu um það að CDU hefur EKKI sagt neitt neikvætt um inngöngu Íslands í ESB á sama hátt og CSU hefur gert, og það verður að teljast mjög ólíklegt að flokkur kanslarans muni gera slíkt opinberlega.

Þú oftúlkar líka nokkuð fréttina sem þú þó vísar í, því þar kemur ekki fram að þeir séu "andvígir frekari stækkun Evrópusambandsins" heldur segir þar að kristilegir demókratar (CDU) vilji að "HÆGT VERÐI á stækkun Evrópusambandsins EFTIR að Króatía verður aðili að ESB."

Það að vilja HÆGJA Á stækkun er ekki það sama og að vera ANDVÍGIR frekari stækkun - m.a.s. æstir Evrópuandstæðingar ættu enn að skilja muninn á hinu ástkæra ylhýra.

Svala Jónsdóttir, 18.7.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband