Yfirboð í kosningabaráttunni

Mér fundust hugmyndir Framsóknarflokksins um flatan 20% niðurskurð skulda ekki gáfulegar þegar þær komu fram og þessi útfærsla Tryggva Þór Herbertssonar er ekki betri. Það er alveg rétt hjá forsætisráðherra að kosningarloforðin eru komin á fullt. Hins vegar tel ég að tillögur ríkisstjórnarinnar um örlitla hækkun á vaxtabótum dugi skammt.

Við þurfum eitthvað meira en bara nokkra þúsundkalla í viðbót í vaxtabætur. Sú hækkun er skammtímalausn sem hjálpar lítið sem ekkert gagnvart milljóna hækkun á höfuðstól húsnæðislána. Það væri vel hægt að útfæra þessa hugmynd um 20% niðurfellingu miklu betur. Til dæmis hef ég verulega efasemdir um að þessari aðferð eigi að beita gagnvart fyrirtækjum. Þar verður að skoða stöðu fyrirtækjanna í heild og getu þeirra til áframhaldandi starfsemi.

Mér finnst líka að það verði að vera eitthvað þak á niðurfellingunni. Meðalhúsnæðislánið er samkvæmt fréttum innan við 30 milljónir. Á ríkið að vera að fella niður t.d. 20 milljónir af 100 milljóna láni, sem einhver tók til þess að kaupa sér dýrt einbýlishús eða til þess að braska með hlutabréf? Er það hlutverk hins opinbera? Svo mætti líka skoða eignatengingu. Sá sem á hreina eign upp á tugi eða hundruðir milljóna þarf kannski ekki niðurfellingu á nokkurra milljóna skuld.

Með þaki á niðurfellingunni og mögulega með eignatengingu gæti 20% niðurfærsla gengið gagnvart húsnæðislánum einstaklinga, en eins og Tryggvi Þór leggur þetta fram er aðeins um kosningayfirboð að ræða sem aldrei verður framkvæmt.


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband