3.3.2009 | 19:39
Fíllinn í stofunni
Það er alveg rétt hjá þeim Merði Árnasyni og Ástu Möller að þingmenn sýndu andvaraleysi í aðdraganda bankahrunsins. Það er líka rétt hjá Merði að Samfylkingin ber sína ábyrgð, þó að hún sé margfalt minni en ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.
Afsökunarbeiðni Ástu Möller er svo sem ágæt, svo langt sem hún nær. Ég varð reyndar ekki vör við það að Ásta bæðist afsökunar á áralöngum stuðningi sínum við frjálshyggjuna, eða þá áherslu sem hún hefur lagt í gegnum tíðina á einkavæðingu og einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins.
Hefur Ásta skipt um skoðun varðandi ágæti frjálshyggjunnar, þeirrar stefnu sem kom okkur Íslendingum þangað sem við erum nú? Hefur hún beðist afsökunar á því að hafa setið beggja vegna borðsins, þegar hún var sat í nefnd um endurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu, jafnframt því sem hún var í forsvari fyrir einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu? Hefur hún eða aðrir fylgismenn frjálshyggjunnar lært eitthvað af hruni bankanna?
Verstu mistök Samfylkingarinnar voru að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma. Samfylkingin hefur lært að þeim mistökum og myndað vinstri stjórn, sem mun vonandi halda áfram eftir kosningar. Önnur mistök voru að átta sig ekki á því fyrr en of seint á hvaða leið íslensku bankarnir voru. Vissulega komu misvísandi og jafnvel röng skilaboð frá Seðlabanka og Fjármálaeftirliti varðandi stöðu bankanna. Þó voru ýmsar vísbendingar á lofti, sem glöggir þingmenn og varaþingmenn hefðu átt að koma auga á.
Samfylkingin á ekki að óttast það að ræða um ábyrgð. Aðdragandi bankakreppunnar má ekki verða fíllinn í stofunni sem enginn þorir að tala um. Þannig lærum við ekkert af mistökunum. Samfylkingarþingmenn og þá sérstaklega ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks verða að svara fyrir það, hvers vegna þeir sváfu á verðinum. Þar tók Mörður Árnason fyrsta skrefið, en vonandi ekki það síðasta.
Sekt og sakleysi á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
´Sveitti´ Kári er nú alltaf jafn góður málsvari síns flokks, einsog forystan fyrverandi. Enda einn af strákunum hans Hannesar. Hmm ég held ég eigi en myndirnar af honum ,slefandi fullum á Ölstofunni, síðan í góðærinu :) Áfram með ábyrga "leiðtoga" Húrra!
Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.