28.2.2009 | 23:22
Aldrei mikilvægara
Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægara en nú að hafa fólk við stjórnvölinn sem er vakið og sofið yfir velferðarmálunum. Þegar að kreppir þarf að tryggja það að niðurskurður bitni ekki á þeim sem síst skyldi. Oft er tilhneiging til þess að afskrifa konur í stjórnmálum fyrr en karla, en það eru mistök. Núverandi forsætisráðherra er kona sem er að verða 67 ára á árinu, kona sem er duglegri og krafmeiri en margir sem eru helmingi yngri. Þegar ég heyrði að Jóhanna yrði líklega forsætisráðherra, var mín fyrsta hugsun að ég vildi helst ekki missa hana úr félagsmálaráðuneytinu. En þegar nafn Ástu Ragnheiðar var nefnt í tengslum við starf ráðherra félags- og tryggingamála, vissi ég að það var óþarfi að hafa áhyggjur. Við Ásta unnum saman hjá Tryggingastofnun ríkisins þar til hún fór á þing, en hún var þar deildarstjóri fræðslu- og útgáfudeildar. Fáir hafa jafn víðtæka þekkingu á velferðarmálunum og Ásta, og fáir hafa unnið jafn stöðugt og örugglega og hún að þeim málaflokki á Alþingi. Við þurfum fólk eins og hana á þing.
Ásta stefnir á 4. sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður gríðarhörð barátta um þetta sæti, allavegaþrír sterkir karlar á móti Ástu ef ég man rétt, helgi Hjörvar, Mörður og Skuli Helga. Annars sakna ég þess hjá S Svala, að systir Skúla, Helga Vala og að ég tali nú ekki um þá indælu og ljúfu Kristrúnu Heimis, skuli ekki bjóða sig fram aftur. Allavega veit ég ekki til þess.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.3.2009 kl. 00:27
Það er rétt að þær bjóða sig ekki fram aftur í Reykjavík, en hins vegar bjóða sig fram mjög frambærilegir nýir einstaklingar eins og Anna Pála, formaður UJ, Dofri Hermanns og Sigríður Ingibjörg, allt fólk sem ég væri til í að styðja í fimmta sætið og áfram ef ég væri búsett í Reykjavík.
Svala Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.