Innlegg í prófkjörsbaráttu?

Mér finnst í meira lagi athyglisverð sú kenning að þetta sé innlegg Höskuldar í prófkjörsbaráttu hans og Birkis Jóns hér í Norðausturkjördæmi. Er það í rauninni svo, að Framsóknarmenn telji hagsmunum sínum best borgið í faðmi Sjálfstæðisflokksins? Orð flokksformannsins gegn Samfylkingunni í nýlegum viðtölum og nú þessi afstaða þingmannsins með Sjálfstæðismönnum vekja alvarlegar efasemdir um heilindi Framsóknarmanna í stjórnarsamstarfinu. Það yrði óneitanlega kaldhæðnislegt, ef eini afrakstur búsáhaldabyltingarinnar verður endurnýjun blágræns ríkisstjórnarsamstarfs helmingaskiptaflokkanna. Við megum ekki láta það gerast.
mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það verðum við sem getum komið í veg fyrir það. Kjósum ekki yfir okkur aftur 18 ára einsemd.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.2.2009 kl. 19:23

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Framsókn verður áfram söm við sig, opin í báða enda og til allra átta! Á sl. vikum hefur verið gerð tilraun til að telja þjóðinni trú um, að endurnýjun á flokknum sé komin á fullt, "hin nýja Framsókn" sé að fæðast, nýr ferskur formaður o.s.frv. Uppgjör við fortíðina á líka að vera meira og minna gerð, en sannarlega er ekki allt sem sýnist! Og auðvitað eru fylkingar enn í flokknum, sem virkilega enn trúa því að best sé að "sænga hjá íhaldinu" og virðist fengin reynsla þá bara engu skipta frá tímabilinu 1995 til 2007!?

En, mér fannst sjálfum tilhlýðilegt í ljósi atburða morgunsins í þinginu, að minna á stöðu þessara tveggja ungu manna og þú gerir hér að pælingu þinni mín kæra Svala!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Átján ára einsemd er góð lýsing!

Kíkti á þína ágætu færslu, Magnús, og þakka þér jafnframt kærlega fyrir ljóðið. :)

Svala Jónsdóttir, 24.2.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ljóðið?

Þetta var nú bara smá vísuræskni, en sæmilega gjörð held ég!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband