Tryggjum mannréttindi

Það er alveg rétt hjá bandaríska blaðamanninum að fólk er ekki pakkar. Það er ekki hægt að skila innflytjendum eins og gallaðri vöru þegar harðnar á dalnum hér heima. Jonas hefur lagt mikið á sig að aðlagast íslensku samfélagi, lært íslensku og keypt hér íbúð og bíl, auk þess sem hann er í sambúð með Íslendingi. Hann fékk höfnun frá Alþingi varðandi ríkisborgararétt, þó að aðrir hafi fengið slíka fyrirgreiðslu eftir styttri búsetu hér. Jafnvel þó að hann gifti sig íslenskum unnusta sínum er réttur hans til búsetu ekki tryggður. Þessu verður að breyta. Ég minni á landsfundarályktun Samfylkingarinnar frá 2007 um mannréttindi í verki, þar sem segir m.a. að Samfylkingin vilji beita sér fyrir því að atvinnuleyfi fólks af erlendum uppruna verði bundið persónulega við viðkomandi einstakling en ekki vinnustað og vinnuveitanda, þó þannig að skyldur atvinnurekandans séu hinar sömu og áður. Einnig segir þar að Samfylkingin vilji tryggja jafna stöðu útlendinga á vinnumarkaði. Þessi ályktun má ekki verða orðin tóm. Núverandi stjórn á ekki eftir langa setu, en hér er þó tækifæri til þess að breyta lífi fólks til hins betra og það ætti ekki að fara forgörðum.
mbl.is Farðu heim, góði minn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hér er greinilega gengið hart fram gegn manni, sem bæði talar íslensku nærri því eins og innfæddur (þó svo að það sé ekki ástæða til þess að veita honum atvinnuleysisbætur), og sem virðist hafa góða burði til að framfleyta sér -  og kvartað yfir yfirgangi og skíteðli sumra Íslendinga.

Unnusti hans er líklega ekki sonur ráðherra. Það hefði náttúrulega hjálpað í málinu. Jonas er líklega slakur skákmaður í ofanálag. En furðulegt er að útlendingar séu látnir borga í atvinnuleysistryggingar, ef þeir mega ekki njóta þeirra. Er það  ekki hreinn og beinn ÞJÓFNAÐUR?

Það furðar mig, að hægt sé að segja þessum manni að hypja sig, þegar hingað eru fluttar konur með börn úr eyðimörk Íraks, sem ekki verða dugandi þegnar á Íslandi í bráð, bara vegna þess að Samfylkingin telur það nauðsynlegt. Sami flokkur ætti því eins og ekkert er að geta hjálpað Bandaríkjamanni, sem var búinn að eyða nokkrum árum ævi sinnar til að koma sér fyrir á Íslandi, þegar honum er skyndilega tjáð að greiðslur hans komi honum ekki til nota.

Hins vegar átti honum að vera kunnugt um þá kosti sem útlendingar hafa á Íslandi, ef þeir eru ekki frá Norðurlöndunum eða öðrum "réttum löndum".

Jonas þessi hefur nýlega skrifað t.d. í Times og Christian Science Monitor, svo ekki er hann alveg á flæðiskeri staddur, þó svo að ég viti ekki hvað mikið slíkar greinar gefi í aðra hönd freelance blaðamanna.

Steingrímur og Jóhanna hljóta að bjarga þessum manni fyrir horn. Hann skrifar líka svo dæmalaust vel um þau í heimsfjölmiðlana.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.2.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hjartanlega sammála þér... hvernig væri að skrifa dómsmálaráðherra bréf? eða tala við fólk innan samfó sem lætur sig mannréttindi varða eins og til dæmis Mörður?

Birgitta Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 14:06

3 identicon

Það er rétt hjá þér Vilhjálmur að Jonas hefur fengið, og mun vonandi fá áfram, eitt og eitt freelance verkefni fyrir erlenda fjölmiðla. Slíkt er hinsvegar ekki tekið gilt sem framtíðarframfærsla. Hann þarf, og nú vona ég að ég sé ekki að ljúga neinu, að sýna fram á 100% starf á Íslandi.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég er reyndar afskaplega fylgjandi því að mæður úr flóttamannabúðum í Írak skuli hafa fengið að flytja hingað og tel að þær og börn þeirri geti án efa orðið nýtir þjóðfélagsþegnar hérlendis. En ég er sammála því að það er furðulegt að fólk skuli vera látið borga í atvinnuleysistryggingar, sem á svo ekki rétt á greiðslum atvinnuleysisbóta. Það getur ekki talist rétt.

Ekki síður er furðulegt, þegar við stöndum frammi fyrir mögulegum fólksflótta frá landinu, að ekki skuli vera hægt að koma til móts við vel menntaðan, ungan mann sem vill sannanlega búa hérlendis og skapa sér framtíð með íslenskum manni sínum. Þegar vitað er að aðrir, sem höfðu minni tengsl við landið og styttri dvalartíma hérlendis, hafa fengið ríkisborgararétt í gegnum þingið er um hreina og klára mismunun að ræða.

Svala Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 18:42

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eitthvað vantar nú upp á þekkingu fyrsta ræðumanns hérna, því að minnsta kosti sumar þeirra kvenna sem komu á Skagan, hafa nú þegar ekki reynst "ónýtir" nýjir þegnar, nýlega var til dæmis fregn um að tvær eða þrjár þeirra séu að ljá krafta sína leiksýningu einvherri og er ég viss um að fleira eru þessar konur farnar nú þegar að leggja til samfélagsins með einum eða öðrum hætti!Eiginlega dónalegt að gera þennan samanburð, þessi frétt kann svo ekkert endilega að segja okkur alla söguna um þennan unga mann, án þess þó að ég sé neitt að gera hann tortryggilegan. Það kann kannski bara eins og stundum vill vera, fleira sem hangir á spýtunni og sem þá myndi sömuleiðis skýra málavöxtu betur!?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 21:56

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég veit ekki hvort að það hangir nokkuð fleira á spýtunni. Atvinnuleyfi tengt vinnuveitanda er klárlega vandamál og það hefur ítrekað verið bent á það, m.a. í ályktuninni sem ég benti á í upphafi. Það er alls ekki einfalt mál fyrir íslenska ríkisborgara að eiga maka sem kemur frá landi utan EES, hef kynnst því í fleiri málum.

Hins vegar er það ekki EES samningnum að kenna, eins og einhverjir virðast halda. Framkoma okkar í garð útlendinga frá löndum utan Evrópu er alfarið byggður á íslenskum lögum og íslenskum ákvörðunum. Þar kaus dómsmálaráðuneytið til skamms tíma að feta í fótspor Dana, sem eru með eina ströngustu útlendingalöggjöf á Norðurlöndum. Vonandi stendur það til bóta.

Svala Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 22:20

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki skal ég heldur þræta fyrir það, enda setti ég það fram í spurnarformi að eitthvað kynni hugsanlega fleir að vera til í dæminu.Menn vilja nú síðast kenna "EES eyningjanum" um flest eða allt sem miður hefur farið undanfarið í hruninu liggur manni við að segja, svo ekki kemur nú á óvart þótt einni stoðinni í honum af fjórum ef ég man þetta rétt, um frjálst flæði vinnuafls innan svæðisins" eða í þeim dúr, hafi bara verið skellt á alla heimsbyggðina sem sökudólg í öllu sem miður fer með samskipti landans við aðrar þjóðir eða íbúa annara þjóða er hingað hafa komið!ER það ekki annars aldursreglan þarna ólíkindalega sem enn spilar sína rullu líka, 23, 24, eða við hvað hún miðaðist annars!? Kannski hún sem tengist þessu atvinnuleyfisákvæði líka á einn eða annan veg? (er kannski að rugla saman, afsakaðu það þá, en allt hafaríið í kringum þá lagasmíð BB og Co. á sínum tíma, enn minnistæð!)

Magnús Geir Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 23:14

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hin svokallaða 24 ára regla, sem var sett í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hefur sem betur fer verið afnumin úr lögum um útlendinga. Hún var á þá leið að erlendur maki þyrfti að vera orðinn 24 ára til þess að fá dvalarleyfi hérlendis sem aðstandandi. Þessi lagasetning var ein af "afrekum" Björns Bjarnsonar í stóli dómsmálaráðherra, en sem betur fer breytti ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks útlendingalögunum til hins betra á síðasta ári. Þrátt fyrir það er margt óunnið í þessum málum.

Svala Jónsdóttir, 24.2.2009 kl. 12:55

9 identicon

Var farið að lögum og reglum í sambandi við umsókn Jónas Moody um íslenskan ríkisborgararétt og atvinnuleysistryggingabætur?

Agla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband