Skelfileg vinnubrögð

Hvað sem okkur finnst um hvalveiðar, þá er ljóst að löggjöfin um þær er úrelt. Það er alveg rétt hjá Ástráði. Reyndar er ég á móti hvalveiðum og deili áhyggjum Samtaka ferðaþjónustunnar varðandi afleiðingar veiðanna á orðspor Íslands og á ferðaþjónustuna. Umræða um Ísland erlendis hefur mikið til verið neikvæð eftir hrun bankanna, en þó hafa komið jákvæðar fréttir inn á milli og þá helst um Ísland sem vænlegan áfangastað ferðamanna. Hrun krónunnar hefur gert verðlag á Ísland viðráðanlegra fyrir erlenda ferðamenn. Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra að auka hvalveiðikvóta gríðarlega getur eyðilagt margra ára vinnu sem hefur miðað að því að kynna Ísland sem ferðamannaland erlendis. Vinnu, sem gæti loksins farið að skila sér margfalt núna, þegar Ísland er orðið ódýrara fyrir þorra ferðamanna. Það er líka verið að taka mikla áhættu varðandi sölu á öðrum afurðum Íslendinga, til að mynda fiski, ef hvalveiðarnar komast í hámæli og mótmæli gegn þeim verða mikil. Svo ekki sé minnst á dýraverndunarsjónarmiðin. Hættan er sú að menn fórni meiri hagsmunum fyrir minni og það geti tekið mörg ár að bæta úr skaðanum, jafnvel þó að hvalveiðum verði hætt.
mbl.is Greiðfært að semja ný lög um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Svala,

Mig langar bara að þakka þér fyrir þessa færslu, gott að vita að það eru fleiri sem sjá að það er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Ísland hefur gengist undir margvíslegar skyldur á alþjóða vettvangi eins og með aðild að samþykktum Sameinuðu þjóðanna sem hvetja til aukinnar sjálfbærni í ferðamennsku. Árið 2002 var sett fram heimssamþykkt þjóðarleiðtoga í Jóhannesarborg um sjálfbæra þróun og verndun náttúru heimsins og eru Íslendingar aðilar að þeirri samþykkt.  Ennfremur eru Íslendingar þátttakendur í alþjóðlegum siðareglum ferðaþjónustunnar sem Alþjóða ferðamálaráðið hefur samþykkt í þeim tilgangi að stuðla að auknum tekjum heimamanna af ferðaþjónustu um leið og menningar- og náttúruverðmætum ferðamannastaða er viðhaldið. Hvalveiðar vinna gegn öllum þessum samþykktum en sjálfbær þróun á að stuðla að verndun og auknum markaðstækifærum til framtíðar.

Eva María Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:20

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Pólitísk tækifærismennska í bland við hefndarhug, er manni næst að ætla að hafi ráðið þessari ákvörðun á ´síðustu mínútum fv. sjávarútvegsráðherra!

Hitt er svo annað mál, að fátt stenst góðu og velsteiktu hrefnukjöti snúning!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband