23.2.2009 | 00:00
Sorglegt
Það er sorglegt að sjá hvað innanflokksátök virðast leika suma stjórnmálamenn grátt, sérstaklega í kringum prófkjör. Margir halda fast í þá trú að opin prófkjör séu "lýðræðislegasta" leiðin til þess að velja fólk á framboðslista. Samt er það hálf öfugsnúið ef íslenskir stjórnmálamenn eyða mestu púðrinu í baráttu innan eigin flokks, en ekki í það að berjast fyrir sameiginlegri stefnuskrá eða velferð borgaranna. Einhvern veginn tekst fólki víða erlendis að búa við ágætis lýðræði, án þess að opin prófkjör á íslenskan máta séu þar viðhafin. Ég hef verulegar efasemdir um ágæti prófkjörsleiðarinnar. Hún virðist til dæmis oft ekki skila konum sama árangri og körlum, auk þess sem fjármagn spilar þarna stórt hlutverk. Finnst fólki það virkilega lýðræðislegt ef einstaklingar þurfa að eyða stórfé til þess að eiga möguleika í stjórnmálum?
Enginn lagt meira á sig fyrir sæti á lista en Guðlaugur Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef miklar efasemdir um prófkjör og sérstaklega eins og þau eru iðkuð hér á landi.
Fyrir utan keppnina sjálfa og kostnað við hana og fyrir utan að stórir hópar sem ekki styðja viðkomandi flokk mæta til að hafa áhrif á framboð hans þá leiðir þessi aðferð, þ.e. að kjósa marga með númerum, til þess að dugleysur sem engan hafa styggt eiga mesta möguleika í fylgisæti.
Menn hafa lítið leitt hugann að því að þegar í prófkjöri á að velja marga, t.d. 5 með því að númera þá 1-5 eins og hjá Samfylkingunni í Kraganum þá ræður stærsti hópurinn í raun öllum 5 sætunum. „Stærsti hópurinn“ getur verið margskonar og bæði formlegur og óformlegur, og hvort sem er eftir hugmyndum, kynjum búsetu eða stéttum.
Ef einhver alvöru átök væru milli hópa eða foringja getum við ímyndað okkur hreint dæmi þar sem allir sem kisu ákveðna foringja veldu lista sömu frambjóðenda sem honum fylgdu. Þannig fengi sá foringi sem hefði næst flest atkvæði í fyrsta sæti samt ekki nema 6. sætið í prófkjörinu því fylgisveinar þess sem fengi flest í fyrsta sæti tækju öll 5 sætin sem kosið væri um.
Þannig má t.d. stilla upp dæmi þar sem átök væru um forystu milli bæja, Hafnfirðingar kisu þá bara eftir fyrirfram ákveðnum lista Hafnfirðinga og Kópavogsbúar kysu eftir lista Kópavogsbúa.
38% kjósenda væru Hafnfirðingar og kisu eftir númeralista Hafnfirðing, 35% væru Kópavogsbúar og 32% aðrir. Þá fengi fyrsti Hafnfirðingurinn 38% í fyrsta sæti, annar Hafnfirðingurinn 38% í 1.-2.sæti og svo framvegis og 5. Hafnfirðingurinn fengi 38% í 1-5. sæti, og fyrst í 6. sæti nýttust atkvæði Kópavogsbúans sem fékk 35% í fyrsta sæti, hann hefði þá bara það 35% uppsafnað í 1.-6. sæti, sá Kópavogsbúi sem hefði verið annar Kópavogsbúa fegni þá 7. sætið.
Þó svo hrein staða af þessu tagi kæmi næsta víst aldrei upp þá ætti að vera ljóst að það er mjög erfitt að fá sæti í prófkjöri fyrir þá sem hafa unnið sér vanhelgi einhverra flokkshópa þó þeir eigi stuðning dyggs hluta flokksmanna.Helgi Jóhann Hauksson, 23.2.2009 kl. 00:53
Reiknivilla þarna er óvart með 105% - skiptir svo sem ekki máli.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.2.2009 kl. 00:56
Hm, þetta er nú vandrataður vegur, nú er svo mikið kallað á endurnýjun, er forval eða lokað prófkjör þá endilega betra ef um marga nýja er að ræða? og vangaveltur um mestu og bestu lýðræðisaðferðina eru alltaf til staðar og ærið skiptar skoðanir eilíft um það!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 22:04
En æ Svala, ég get ómögulega fundið neina sorgartilfinningu hjá mér varðandi þetta er þessir tveir eiga í hlut! Finnst þér ég vera mjög harðbrjósta og miskunarlaus þess vegna!?
Magnús Geir Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 22:06
Já, stundum er það nú bara þannig að maður þarf að hafa soldið fyrir hlutunum og hefur ekki þótt fréttnæmt.
Annars held ég að lýðræðið nái ekki fullum þroska á okkar litla landi fyrr en við breytum þessu forvals fyrirkomulagi og kjósum fólk, óháð listum. Það er held ég eina leiðin til að sigta út þá sem í dag fara inn á flokkshollustunni einni
Hjalti Tómasson, 24.2.2009 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.