Merkilegt

Það er ýmislegt merkilegt við þessa kosningu í VR, ekki síður það sem ekki er nefnt í fréttinni. Konur eru nærri 60% félagsmanna VR, en karlar um 40%. Samt er engin kona í framboði til formanns, heldur bítast þrír karlar um embættið. Eins og hefðin býður hafa konur gegnt starfi ritara og varaformanns í þessu aldna félagi, en kona hefur aldrei verið formaður VR þó að konur hafi verið meirihluti félagsmanna í talsverðan tíma. Eflaust munu einhverjir segja að það skipti engu máli, þar sem það sé aðeins hæfni sem eigi að ráða. Hins vegar má spyrja sig hvort að hæfni hafi ráðið vali á forystumönnum hingað til. Í öllu falli er það athyglisvert að félagsgjöld kvenna, sem margar hverjar þiggja laun samkvæmt lágmarkstöxtum, fari í það að halda uppi karlkyns verkalýðsforkólfum sem fá margföld laun á við umbjóðendur sína. Þetta á ekki aðeins við um VR, heldur mörg önnur slík félög. Auðvitað er kyn ekki það eina sem skiptir máli, en það er mikil einfeldni að halda að það skipti engu máli.
mbl.is Sögulegar kosningar hvernig sem fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Alveg sammál þér. Það vantar fleiri konur í þetta, vonandi tekst henni Ást Rut sem leiðir L-listan sem er mótframboðslisti gegn stjórn og trúnaðarráði, kosningu. þó svo að karlmenn á lista Ástu séu í meirihluta þá veit ég að helsta stefnumál hennar og listans er að færa ákvörðunarvaldið að fullu til félagsmanna sem opnar félagið upp á gátt, vonandi fyrir fleiri konur til að bjóða sig fram í félaginu.

Ragnar Þór Ingólfsson, 24.2.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Er þetta ekki fortíðardraugur í nútímabúningi. Það virðist vera nóg að hafa konur í hæstalagi í öðru sæti.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 24.2.2009 kl. 13:52

3 identicon

Já þetta eru sko sögulegar kosningar og mætti kannski líkja þessu við þegar konur fengu kosningarétt :) Tökum þetta eitt skref í einu og fyrr en varir verðum við konur komnar alla leið á efstu hæð í húsi verslunar.

Guðrún (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband