Jobama

Fáir eða engir stjórnmálamenn hafa notið álíka trausts íslensku þjóðarinnar á undanförnum árum og Jóhanna Sigurðardóttir. Hún var langvinsælasti ráðherrann í síðustu ríkisstjórn, um það leyti sem bankarnir hrundu, og hún nýtur enn vinsælda þrátt fyrir erfiða stöðu. Enginn kandidat í formannsstól Samfylkingarinnar kemst með tærnar þar sem hún hefur hælana hvað traust og vinsældir varðar.

Vinsældir Jóhönnu Sigurðardóttur eru engar stundarvinsældir. Árið 1993 var hún valin kona ársins af tímaritinu Nýju Lífi, en þá var hún félagsmálaráðherra og einnig vinsælasti ráðherrann. Fólk treystir Jóhönnu af því að hún er þekkt fyrir heiðarleika, vinnusemi og óþreytandi baráttukraft.

Jóhanna er starfsaldursforseti þingsins og á þessu ári nær hún hefðbundnum íslenskum eftirlaunaaldri, þar sem hún verður 67 ára í haust. Það er kannski skiljanlegt að hún vilji hugsa sig um, áður en hún tekur að sér formennsku í stórum stjórnmálaflokki. Hins vegar þarf þjóðin sárlega á Jóhönnu að halda.

Bandaríkjamenn kusu Barack Obama til þess að stýra landinu í gegnum kreppuna. Kjör hans vakti með þjóðinni von um nýja og betri tíma. Okkar vonarstjarna er ekki nýliði í ríkisstjórn, heldur 66 ára gömul kona sem stendur fyrir allt það sem vantaði í íslensku samfélagi síðustu árin. Íslendingar þurfa leiðtoga sem stendur fyrir traust, heiðarleika, jafnrétti og réttlæti. Vonandi svarar Jóhanna kallinu.


mbl.is Biðin eftir Jóhönnu á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mér dettur nú ekki í hug að fara að rökræða Evrópusambandi við fulltrúa "Frjálslynda" flokksins, en það er alrangt að nokkur hafi "lúffað" í Icesave málinu. Allt tal um slíkt er bara lýðskrum, sem flestir sjá sem betur fer í gegnum.

Svala Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvað hefur Jóhanna gert annað en sitja og sitja endalaust á þingi ? Jú hún samþykkti inngönguna í Evrópska efnahagssvæðið 1993, sem aftur kom í hausinn á okkur 2008. Icesave reikningana getur þjóðin skrifað hjá Jóhönnu Sigurðardóttur og Össuri Skarphéðinssyni. Burt með þessa aumu Sossa !

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.3.2009 kl. 14:40

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er rakið bull að EES samningurinn hafi komið okkur á hausinn og það veistu eflaust vel.

Icesave reikningana getum við skrifað á aðgerðaleysi og efnahagsleg mistök þeirra stjórnvalda sem ríktu þegar til þeirra var stofnað og þar komu hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson við sögu, eins og þú veist eflaust líka. Stundum hentar fólki bara að tala þvert á betri vitund.

Icesave ævintýrið í Bretlandi var komið á fullt árið 2006 og bankakreppan var þá í raun orðin óumflýjanleg. Innlán á Icesave reikninga námu um 110 milljörðum króna undir lok ársins 2006. Hlufall innlána af útlánum tók risastökk úr 31% í lok ársins 2005 í 52% um mitt árið 2007. Samfylkingin kom í ríkisstjórn um mitt árið 2007, þegar skaðinn var að mestu leyti skeður.

Svala Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef fært rök fyrir því Svala, að inngangan í Evrópska efnahagssvæðið (EES) hafi verið eitraður biti. Ef þú hefur áhuga á rökum, getur þú til dæmis fundið þau hér fyrir neðan:

Við höfðum góðan tvíhliða fríverzlunar-samning við Efnahagsbandalag Evrópu (EB), sem landið hafði haft frá 1972. Tvíhliða samningurinn hefði ekki leyft stofnun innlánsreikninga Íslendsku bankanna erlendis og því var með inngöngunni gerð stefnubreyting, sem sannanlega leiddi til Icesave hörmunganna. Svisslendingar höfðu samskonar samning, en ólíkt okkur höfðu þeir vit á að halda honum og þróa. Í dag dettur fáum Svisslendingum í hug að skríða inn í ESB.

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/828285/

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/823737/

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/819396/

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/818592/

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/817875/

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.3.2009 kl. 16:08

5 identicon

Þér varð að ósk þinni - Jóhanna gefur kost á sér til formennsku. Hlýtur að vera ánægð með það!

Sigrún (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 18:27

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Jú, ég er vissulega mjög ánægð. Nú bíð ég spennt eftir tillögum Samfylkingarinnar í húsnæðismálum.

Svala Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband