Vönduð stjórnsýsla

Ekki erum við Ögmundur Jónasson í sama flokki og ekki er ég honum alltaf sammála. Hins vegar er það alveg ljóst að nauðsynlegt að vanda ákvarðanir af þessu tagi. Svara þarf spurningum á borð við þær hvort að þetta framtak, ef af verður, muni á einhvern hátt bitna á heilbrigðisþjónustu við Íslendinga og hvort að einhver kostnaður geti mögulega fallið á ríkið, ef aðgerðir heppnast ekki eða ef sjúklingur þarf að fara á gjörgæslu. Einnig þarf að tryggja það að þetta sé ekki fyrsta skrefið í allsherjar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi.

Ég skil vel að fólk á Suðurnesjum vilji fá vinnu og vissulega þurfum við á peningum að halda inn í hagkerfið, en eitthvað hljótum við Íslendingar hafa lært á bankahruninu varðandi það að kapp sé best með forsjá. Átti ekki Icesave að vera þvílík snilldarlausn, bæði fyrir Landsbankann og þjóðina alla? Bankastjórinn lýsti snilldinni í viðtölum og peningarnir streymdu inn daglega. Hvað gerðist svo?

Það er ekki kommúnismi að vilja kanna hlutina áður en ríkið skrifar undir skuldbindingar sem geta haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Það er vönduð stjórnsýsla. Við höfum ekki haft nóg af henni undanfarin ár.


mbl.is Ögmundi stillt upp við vegg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband