Flott niðurstaða

Sem hagfræðinörd er ég sérstaklega ánægð með að sjá Lilju Mósesdóttur ofarlega á þessum lista. Ég vona að það sé rétt sem félagi Stefán Pálsson segir, að hún verði ekki færð niður listann vegna kynjakvóta. Það þýðir að Lilja verður í 2. sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu og því væntanlega á leið á þing. Ég er reyndar ekki sammála henni varðandi AGS, en það er samt þörf á fólki á þing sem skilur hagfræði og efnahagsmál.

Ég sé að sumir Moggabloggarar fagna því að Kolbrún Halldórsdóttir hafi fallið niður listann. Það geri ég ekki og vona að hún verði áfram á þingi. Við þurfum sannfærða umhverfissinna á Alþingi Íslendinga, ekki síst núna í kreppunni þegar fólki hættir til þess að fórna langtímahagsmunum fyrir skammtímagróða. Kolbrún hefur líka verið ötull talsmaður kvenfrelsis og jafnréttis, sem eru mjög mikilvægir málaflokkar þó að þeir séu ekki alltaf ávísun á vinsældir.

Kolbrún hefur verið samkvæm sjálfri sér og stefnu VG. Hún hefur enn mikið verk að vinna og það sama á við um annan umhverfissinna, Þórunni Sveinbjarnardóttur fyrrverandi umhverfisráðherra, sem er í prófkjörsslag hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Íslendingar eiga ekki og mega ekki kasta umhverfisvernd fyrir róða, bara af því að það kreppir að. Það kemur í bakið á okkur þó að síðar verði.


mbl.is Katrín og Svandís efstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband