Góð niðurstaða

Ekki myndi ég kjósa Bjarna Benediktsson sem formann míns flokks, en ég er heldur ekki í Sjálfstæðisflokknum. Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa hamast á Ingibjörgu Sólrúnu og því miður hafa einhverjir, sem þó teljast vera í flokknum, tekið undir með þeim. Þetta er góð lausn og niðurstaða sem allt alvöru jafnaðarfólk getur stutt. Við fáum að njóta áfram okkar framsýna formanns, sem stóð að stofnun þeirrar ríkisstjórnar sem nú er við völd og útnefndi Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherraefni. Jafnframt fáum við að njóta áfram starfskrafta og forystu Jóhönnu, eins afkastamesta þingmanns og ráðherra sem hefur starfað í íslenskum stjórnmálum. Ég hefði ekki verið sátt ef Ingibjörg Sólrún hefði ákveðið að hætta núna og mér dettur ekki í hug að styðja einhverja lukkuriddara, sem vilja ýta henni til hliðar.
mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert greinilega ein af þeim sem hefur ekki áttað þig á því að fólkið í landinu.. þetta lið sem ISG telur ekki til þjóðarinnar, vill breytingar í forystu flokkana.. ISG er kandidat gamla tímans og því er hennar tími liðinn.. á nákvæmlega sama hátt og tími DO . BB og GHH

Óskar Þorkelsson, 28.2.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þó ég seé ekki í samfylkingunni leyfi ég mér samt að hafa skoðun á því hvaða formenn eru í flokkunum..enda er það oft fólk sem hefur heilmikið að segja um stefnu og strauma í samfélaginu..þess vegna kemur mér það við. Og mér finnst það ekkert skrítið og alveg leyfilegt að jafnvel fólk innan samfylkingarinnar leyfi sér að efast um að etta sé viturleg ákvörðun miðað við kröfurnar sem nú eru uppi um að þeir sem stóðu vaktina fyrir hrunið...axli sína ábyrgð þar sem augljóst er að þeir stóðu ekki vaktina.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég veit ekki annað en að það sé mikil ánægja með störf Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra og það mun eflaust halda áfram eftir kosningar, enda hefur Jóhanna lengi verið einn af okkar vönduðustu og öflugustu þingmönnum. Tvíeyki þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Jóhönnu er sterkari en nokkur annar valkostur sem stendur okkur til boða.

Það verður breyting í forystu Samfylkingarinnar, þar sem þegar er ljóst að skipt verður um varaformann. Það er meira en í sumum öðrum flokkum. Auk þess er ljóst að það verður talsverð endurnýjun í þingflokknum, þar sem nokkrir sitjandi þingmenn eru að hætta auk þess sem fjöldinn allur af nýju fólki býður sig fram.

Svala Jónsdóttir, 28.2.2009 kl. 23:54

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

anyway.. með ISG þarna sem formann í endurkjöri.. kýs ég ekki samfylkinguna.

Óskar Þorkelsson, 1.3.2009 kl. 00:09

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Voðalega finnst mér dapurt þegar að mörgu leiti ágætir bloggarar á borð við ÓÞ hérna, setur sig á svo háan hest sem hann gerir og leyfir sér að tala fyrir munn "þjóðarinnar"! Hvort sem honum eða Katrínu líkar það betur eða verr, þá er það flokksfólkið í S sem ákveður hvort tími Ingibjargar sé liðin eða ekki sem formaður flokksins annars vegar og frambjóðandi hins vegar. Svo kemur það bara í ljós í lok þess mánaðar sem nú er að hefja göngu sína, hvort það verður raunin. Ef flokksmenn verða sammála Svölu og þeim stöllum, hún sé áfram traustsins verð bæði sem formaður og frambjóðandi, þá mun S svo væntanlega bara standa eða falla með þeirri ákvörðun í kosningunum sem væntanlega fara fram 25. apríl nk.!

Þetta er nú bara svona einfalt, ef "þjóðin" er svona eindregin eins og ÓÞ leyfir sér að fullyrða, þá geldur flokkurinn fyrir það, ef ekki, þá hefur hann og kannski Katrín líka bara haft rangt fyrir sér!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.3.2009 kl. 00:09

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Magnús varstu að misskilja eitthvað búsáhaldabyltinguna '?  en sem sannur stuðningsmaður ISG þá er ég auðvitað ekki partur af þjóðinni í þínum augum ;)

Ég ráðlegg ykkur trúföstu ISG aðdáendur að taka mark á þessari byltingu sem gerð hefur verið í landinu.. ISG er partur af fortíðinni.. þeirri fortíð sem við viljum ekki lengur við völd.. skiluru Maggi ?

en auðvitað er það ekki þjóðin sem gerði þessa byltingu ;)

Óskar Þorkelsson, 1.3.2009 kl. 00:18

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Katrín, nú hef ég lesið skrif fjölmargra erlendra hagfræðingar og sérfræðinga í fjármálum sem segja að heimskreppan hafi verið óumflýjanleg strax árið 2006.

Hér heima fór einkavæðing bankanna fram í byrjun þessarar aldar, ný lög um Seðlabankann, sjálfstæði hans og verðbólgumarkmið voru sett árið 2001, bankarnir komu með fullum þunga inn á fasteignalánamarkaðinn og ýttu þar með upp húsnæðisverði strax á árinu 2004, og Davíð fór í Seðlabankann 2005. Þegar í lok ársins voru Icesave reikningar í Bretlandi orðnir 128 þúsund talsins.

Þetta eru m.a. þau atriði sem komu af stað kreppunni hér heima. Ríkisstjórn, sem tók við um mitt árið 2007, hafði engin tækifæri til þess að afstýra kreppunni. Hjól hennar voru þá þegar löngu farin af stað. Að ætla að kenna Samfylkingunni um kreppuna og það að hafa "sofið á verðinum" er í besta falli vanþekking og í versta falli fölsun. Vissulega voru mistök gerð, en engin ríkisstjórn hefði getað afstýrt kreppunni á þeim tímapunkti.

Svala Jónsdóttir, 1.3.2009 kl. 00:32

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þetta átti að vera "þegar í loks ársins 2006..." Sem sagt, Icesave ævintýrið var löngu hafið og farið úr böndunum áður en Samfylkingin kom í ríkisstjórn. Skaðinn var skeður.

Svala Jónsdóttir, 1.3.2009 kl. 00:34

9 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Þessi ákvörðun er ekki góð fyrir þjóðina, forsætisráðherra með aftursætisbílstjóra; það hefur ekki reynst okkur vel samanber Davíð og Geir Haarde. Því miður enn eitt plottið, Ingibjörg tekur við forsætisráðherrastólnum þegar Jóhanna hættir eftir 1 til 3 ár (ef Samfylkingunni tekst að leiða ríkisstjórn)

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 1.3.2009 kl. 01:03

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég hef ekkert misskilið og mér er ekki kunnugt um að Raddir fólksins eða aðrir hafi talið sig umkomna að gera kröfur um formenn í einstökum flokkum enda hefur engin formaður hingað til sagt af sér vegna mótmæla svo ég viti til.

Hættið nú þessum þrjósku og þvermóðskulátum og viðurkennið að þetta er svo einfalt sem ég lýsti að ofan. Og í öllum bænum hættið þessu "þjóðarþrugli", ég tala nú ekki um að heimfæra þetta upp á sjálfan sig eins og ÓÞ gerir í einvherju minnimáttarbulli að gera mér upp skoðun eða öðrum eða misskiling!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.3.2009 kl. 01:34

11 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvað áttu við þegar þú segir að það sé "eitthvað bogið við þetta prófkjör", Benedikt? Áttu við prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík? Af hverju ætti vilji félagsmanna ekki að geta komið fram?

Jóhanna og Ingibjörg Sólrún bjóða sig fram í efstu sæti framboðslistanna í Reykjavík. Jóhanna býður sig fram í fyrsta sæti og Ingibjörg í annað. Alls eru 20 frambjóðendur sem bjóða sig fram í átta sæti. Af þeim eru átta frambjóðendur sem nefna 1. sætið - flestir þeirra óska eftir 1.-8. sæti og það er kjósenda að velja.

Ef vilji félagsmannna er að kjósa einhverja aðra en Jóhönnu og Ingibjörgu í tvö efstu sætin, þá væntanlega gera þeir það. Sé satt að segja ekki vandamálið sem sumir eru að búa til hér.

Svala Jónsdóttir, 1.3.2009 kl. 08:19

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

farðu varlega í hrokanum Magnús

Óskar Þorkelsson, 1.3.2009 kl. 09:10

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hér er engin með hroka, heldur svarar fast og ávkeðið þegar viðmælandin tekur ekki rökum og er auk þess með fullyrðingar sem hann getur hvorki staðið við og um hluti sem eru honum óviðkomandi.Það er ekki hlutverk Óskars eða Katrínar að kveða upp úr með hvort Ingibjargartími sem formaður er liðin og reyndar ekki heldur mitt, en á það getur Svala hins vegar haft áhrif því hún er í flokknum og er þáttakandi í prófkjöri S í NA kjördæmi! EF svo fer að Ingibjörg fær áframahldandi umboð sem okkviti í öðru hvoru Rvk. kjördæminu, þá er þeim tveimur auðvitað frjálst að kjósa hana og þar með S ekki (að því tilskildu auðvitað að þau hafi annars haft hug á því og eru kannski líka í hennar kjördæmi) og þannig hafa áhrif á að bæði hún og flokkurinn nái ekki áhrifum, en það er og á að vera þeirra einkamál að mínum dómi og kemur fæstum öðrum við!

Óþarfi að vera með læti út af ekki flóknari hlutum.

Magnús Geir Guðmundsson, 1.3.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband